Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 154
134
Jón Friðjónsson
9. .. . er hætt við, að dagar súlunnar sem sérstakrar fuglategundar
séu taldir.
10. Rakinn er ferill Tony Knapps sem leikmanns og þjálfara.
Niðurstaðan verður því sú, að tví- eða fleirliða nafnyrði í tilvísunar-
lið leiði til notkunar nefnifalls, einkum þó ef ákvæðisorð (hliðstæð
einkunn) stendur með nafnyrðinu. Hlutfall dæmanna, er tilgreind voru
(8:2), virðist styrkja þessa niðurstöðu.
4.0. í dæmum þeim, er tilgreind voru í 2.0-2.3 er sambeyging í tilvís-
unarlið ekki merkingargreinandi, heldur valfrjáls með fyrirvara um
mismunandi tíðni hinna einstöku flokka. í umræddum dæmum var
viðmiðunarpóll í móðursetningu og ákvæðisorð í tilvísunarlið ávallt eitt
og hið sama, ein og sama persóna (nema í 2.3 c, þar sem um var að
ræða huglægt nafnorð (kjamorka), en ekki persónu). í slíkum dæmum
má telja sambeygingu umframa, sem um leið stuðlar að óvissu í slíkum
og hliðstæðum tilvikum.
Val viðmiðunarorðs við sambeygingu í tilvísunarlið getur hins vegar
verið merkingargreinandi, þótt sjaldgæfara sé. Sú staða kemur upp, ef
móðursetning felur í sér tvær ólíkar persónur, eða öllu heldu tvö mis-
munandi nafnyrði, sem hvort um sig getur staðið sem viðmiðunarpóll
tilvísunarliðar. í slíkum tilvikum er sambeyging merkingargreinandi.
Dæmi:
A) Hann ætlar að sækja um stöðu þína sem verkfrœðingur
B) Hann ætlar að sækja um stöðu þína sem verkjrœðings
Sé notað nefnifall í tilvísunarlið (dæmi A), er setningin strangt tekið
tvíræð: nefnifallið verkfræðingur vísar annaðhvort til frumlagsins hann
eða til frumlagsins þú, sem felst í eignarfornafninu, sbr. 2.0. Sé hins
vegar notað eignarfall (dæmi B), hlýtur tilvísunarliður að vísa til hins
óeiginlega eignarfalls, sem í eignarfornafninu felst, sbr. 2.2. Sem frek-
ara dæmi af þessari tegund skal tilgreint:
C) Hann þekkir leyndardóma mína sem skákmaður
D) Hann þekkir leyndardóma mína sem skákmanns.
í reynd er það hins vegar svo, að setningar hliðstæðar A og C, þ- e.
með nf. í tilvísunarlið, eru ekki tvíræðar að mati málnotenda, heldur
vísar tilvísunarliður ávallt til frumlags, né notað nefnifall. Leið 2.0 er
því útilokuð, séu viðmiðunarpólar í móðursetningu fleiri en einn.