Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 155
135
Sambeyging í tilvísunarliðum, er vísa til ef. eða efn.
Telja má, að dæmi hliðstæð A-D, þar sem sambeyging er merkingar-
greinandi, styrki málfræðilega sambeygingu. Slík dæmi eru hins vegar
tiltolulega sjaldgæf — ég hef aðeins rekist á tvö, þótt auðvelt sé að
sjálfsögðu að búa slík dæmi til — og skipta því vart miklu máli.
5.0. Setningum með eignarorðskipan má skipta í tvo flokka. Annars
vegar eru setningar með eiginlegu eignarfornafni, en hins vegar setn-
ingar með óeiginlegu eignarfomafni (persfn. ef.). Eiginleg eignarfor-
nöfn eru ávallt notuð, er vísað er til 1. og 2. persónu og enn fremur
3. persónu, sé frumlag, er vísað er til, og eigandi ein og sama persóna.
Sé eiginlegt eignarfomafn notað, er því aðeins um einn viðmiðunarpól
að ræða.
A. Ég seldi bréf mín sem hluthafi
B. Þú seldir bréf þín sem hluthafi
C. Hann seldi bréf sín sem hluthafi.
Sé hins vegar setningu C breytt þannig, að framlag og eigandi verði
ólíkar persónur, verða viðmiðunarorðin tvö:
C1 Hann seldi bréf hans (Páls) sem hluthafi
C2 Hann seldi bréf hans (Páls) sem hluthafa
Samkvæmt því sem sagði í 4.0 um dæmi A-C er setning C1 einræð
°g sambeyging í C1-C2 verður því merkingargreinandi. Síðan gerist
það, að munstur C1 og C2 er yfirfært á setningar af gerðinni A-B, þó
þannig að sambeyging verður ekki merkingargreinandi, heldur er val-
frjálst, hvort notað er nf. eða ef., enda um sömu persónu að ræða, hvort
sem miðað er við frumlag eða eignarorðskipan, sbr. dæmin í 2.0 og 2.2.
5-1. Þróun sú, sem lýst var í 5.0, fær stuðning af setningum, þar sem
frumlag vantar í yfirborðsgerð, sem staðið gæti sem viðmiðunarpóll.
Dæmi:
A. Það er skylda þín sem kristins manns
B. Það er skylda þín sem kristinn maður.
í dæmum A og B vantar málfræðilegt frumlag, sem staðið gæti sem
viðmiðunarpóll tilvísunarliðar. í slíkum tilvikum er ýmist sambeygt
hinu óeiginlega eignarfalli (A (sbr. einnig dæmi 2.2)) eða vísað til
röklegs frumlags (B (sbr. einnig dæmi 2.0)). Dæmi sambærileg A má því
telja til orðin vegna áhrifsbreytingar frá hliðstæðum dæmum 2.3, þ. e.