Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 156
136
Jón Friðjónsson
þar sem eignarfall er hluti eignarorðskipunar. Sú staðreynd, að reglur
um dreifingu eiginlegra og óeiginlegra eignarfornafna eru nokkuð á
reiki4 kann að hafa ýtt enn frekar undir óvissu, er 3. persóna átti í hlut.
Tilvist frumlags sem mögulegs viðmiðunarpóls virðist hins vegar
styrkja stöðu nefnifalls í tilvísunarlið. Af eftirfarandi sex dæmum, þar
sem fyrir kemur frumlag og eignarorðskipan, hvort tveggja sem hugsan-
legir viðmiðunarpólar sem-liðar, er aðeins eitt með eignarfalli í tilvís-
unarlið (C), en önnur með nefnifalli:
C. .. . að hann skuli beita valdi sínu sem umrœðustjórnanda til að
skera á umræðutímann
D. Þú gerðir ekkert annað en skyldu þína sem kona
E. Hann fór að segja okkur sögur um fyrstu ár sín sem prestur
F. . . . að hann væri vilhallur vegna stöðu sinnar sem ráðunautur
G. Hann bregst skyldum sínum sem bókmenntagagnrýnandi
H. Hann misnotaði völd sín sem dómari.
Þetta bendir ótvírætt til þess, að frumlag sé að öðru jöfnu sterkara
sem viðmiðunarpóll en aðrir setningarhlutar.
Ekki verður þess freistað að tímasetja þessa þróun, heldur látið
nægja að geta þess, að elstu dæmi, sem ég hef undir höndum um slíka
óvissu, eru frá fyrri hluta 19. aldar.
6.0. Niðurstaða framanritaðs er því sú, að vísi sem-liður til eignarorð-
skipunar, er sambeyging nokkuð á reiki. Vísi sem-liður til eignarfalls
eða persónufomafns í eignarfalli í stöðu eignarfornafns, er mjög á reiki,
hvort notað er nf. eða ef. Af 38 slíkum dæmum er 21 um notkun
eignarfalls, en 17 um nefnifall. Ef hins vegar vísað er til eiginlegs
eignarfornafns í nf., þf. eða þgf., er mun algengara að nota nf. en ef.,
einkum þó ef um eignarfomafn 1. og 2. persónu er að ræða. Af 22
slíkum dæmum eru 15 um nf., en 7 um ef.
Til yfirlits skulu tilgreind dæmi A-C, þar sem skáletrun sýnir
4 Att er við, að algengt er að nota óeiginlegt eignarfornafn í stað eiginlegs,
jafnvel þótt frumlag og eigandi sé sami aðili. Dæmi úr fornu máli: Eyjólfr Bgl-
verksson var lagiðr ógildr fyrir ójofnuð hans ok rangyndi (Njála, 413). Þorgeirr
vildi ekki, at bræðrum hans mætti um kenna (Njála, 416). Gunnarr þakkaði hon-
um tillggur sínar (Njála, 171). Njáll .. . sagði honum (Gunnari) sekt sína (Njála,
184). Kveld-Úlfr sagði, at þat var hans hugboð (Egla, 13). Konungr mat Kjartan
umfram alla menn fyrir sakar ættar sinnar ok atgþrvi (Laxdæla, 123).