Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 157
Sambeyging í tilvísunarliðum, er vísa til ef. eða efn. 137
algengustu túlkunarleiðir, en innan sviga eru einnig sýndar valfrjálsar
og sjaldgæfari túlkunarleiðir:
A. Hann sagði, að það væri skylda sín sem lœknir (læknis)
B. Hann sagði, að það væri skylda hans sem lœknis (læknir)
C. Hann sagði, að það væri skylda mín sem lœknir (læknis)
Orsaka þessa valfrelsis er að leita í setningum með eignarfomafni,
er vísar til 3. persónu, sem getur annaðhvort verið óeiginlegt (pers.fn.
í ef.) (B) eða eiginlegt (A), en val fornafns ræðst yfirleitt5 af því, hvort
frumlag og eigandi er ein og sama persóna eða ekki. Sé notað eiginlegt
eignarfomafn, er að formi til aðeins unnt að vísa til frumlags (A). Sé
hins vegar notað óeiginlegt eignarfomafn, er að formi til aðeins unnt
að vísa til eiganda (B). Vegna merkingarskyldleika — og vafalaust
einnig vegna þess að óeiginlegum og eiginlegum eignarfomöfnum er oft
víxlað án þess að slíkt breyti merkinu — verður síðan valfrjálst, hvort
miðað er við frumlag eða eiganda í setningum af þessari tegund. Þetta
munstur er síðan yfirfært á 1. og 2. persónu, þótt slíkt valfrelsi sé engan
veginn jafn algengt í slíkum dæmum, sbr. töluyfirlitið hér að framan.6
5 Um óreglu í dreifingu eiginlegra og óeiginlegra eignarfornafna sjá 5.1 hér að
framan.
6 Höskuldur Þráinsson las grein þessa yfir í handriti og benti á margt, sem
betur mátti fara. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. — Ég á vafalaust eftir að
sjá eftir að hafa ekki farið að ábendingum hans oftar en ég gerði, en að sjálfsögðu
ber ég einn ábyrgð á efni og framsetningu greinarkorns þessa.
HEIMILDIR
BG 43: Björn Guðfinnsson: íslenzk setningafræði handa skólum og útvarpi.
Reykjavík 1943.
Bruno Kress 63: Bruno Kress: Laut- und Formenlehre des Islándischen. Halle
1963.
HH 55: Halldór Halldórsson: Kennslubók í setningafræði. Akureyri 1955.
JaklóhSmári 20: Jakob Jóh. Smári: íslenzk setningafræði. Reykjavík 1920.
SE 49: Stefán Einarsson: Icelandic. Grammar. Texts. Glossary. Baltimore 1949.
Blaðsíðutal dæma þeirra, er tilgreind eru neðanmáls á bls. 136, á við útgáfu
Hins íslenzka fornritafélags.