Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 161
í húfu guðs 141
Hann getur einnig um sambandið að vera í húfuskotti guðs, og virðist
mega álykta af ummælum hans, að það orðasamband sé algengara en
hið fyrmefnda. Allan vafa um það tekur svo Sigurður bóndi Sigurðsson
á Núpum, því að hann skrifar þættinum á þessa leið 8. nóv. 1976:
„Þegar ég var unglingur, var algengt svar, ef unglingur spurði um,
hvenær einhver löngu liðinn atburður hefði gerzt: ‘Þá varst þú í húfu-
skotti Guðs.’ Það þýddi einfaldlega, að þá hefði spyrjandinn ekki verið
fæddur, eða til orðinn. Ávallt, eða a. m. k. langoftast, var miðað við
húfuskottið, en ekki húfuna.“ Hins vegar þekkir Sigurður þetta einnig
í nokkm rýmri merkingu, því að hann bætir þessu við í áðumefndu
bréfi: „Einnig var talshátturinn alloft hafður um óorðna hluti, og þá
var hann hafður þannig: ‘Það er nú enn þá í húfuskotti Guðs.’“ Ekki
komu fram önnur dæmi um þá merkingu við spjall mitt, en það getur
vitaskuld verið tilviljun ein.
Dæmin, sem bárast um sambandið að vera í húfu guðs, bentu öll
nema eitt til Aðaldals, en það var haft eftir manni úr Reykjadal. Hér er
vissulega mjótt á munum. Þeir vom einnig nokkrir Þingeyingamir, sem
tóku beinlínis fram, að þeir könnuðust ekki við sambandið að vera í
húfu guðs. Einn þeirra er Glúmur Hólmgeirsson, bóndi í Vallakoti í
Reykjadal. Hefur hann ekki heyrt þetta orðað á annan veg en þann að
vera í húfuskotti guðs. Sama segir Svanhvít Ingvarsdóttir á Syðri-Leik-
skálaá í Köldukinn í bréfi í desember 1976, og hún bætir síðan þessu
við: „Það em ekki nema fáeinir dagar síðan ég svaraði bamabami mínu
með þessum orðum: ‘Þú varst þá í húfuskotti guðs.’ Þetta orð notaði
móðir mín. Hún var ættuð af Langanesströnd og upp alin þar. Sjálf
er ég fædd og upp alin í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, en ekki
vil ég fullyrða neitt um, að þetta sé almennt notað í Kelduhverfi. Ég
man ekki eftir að hafa heyrt aðra nota það en móður mína.“
Af þessum ummælum er ljóst, að orðasambandið að vera í húfuskotti
guðs hefur einnig þekkzt eitthvað í Norðursýslunni. Þá var þetta þekkt
á Fljótsdalshéraði, því að Gunnlaugur Ingólfsson, starfsfélagi minn við
O. H., hefur þetta eftir frænku sinni frá Húsey í Hróarstungu. Kannast
hún vel við orðasambandið og segir, að móðir sín og fleiri þar um slóðir
hafi oft notað það í samtölum við börnin. Ekki bámst önnur dæmi af
Héraði, svo að ekkert verður um það sagt, hversu algengt það sé eða
hafi verið þar eystra. Ekki þykir mér samt líklegt, að þetta hafi verið
almennt mál þar um sveitir, því að svo marga velvildarmenn á þáttur