Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 162
142
Jón Aðalsteinn Jónsson
okkar á þeim slóðum, að annað er óhugsandi en við hefðum fengið
vitneskju um það frá þeim. Raunar tóku tveir ágætir heimildarmenn
þar eystra beinlínis fram, að þeir þekktu þetta ekki og sama gilti um
orðasambandið í húfu guðs.
Úr Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu barst svo eitt dæmi um húfu-
skottið, en þá er upptalið úr sveitum við Eyjafjörð. Síðan barst okkur
heimild, sem benti til Vestfjarða, og raunar má segja tvær. Þar sem allt
var nokkuð svo óljóst um uppruna annarrar, verður hennar ekki getið
hér nánar. Hinn heimildarmaður minn hafði þetta eftir móður sinni úr
Dýrafirði, en hún talaði um að hanga í húfuskotti guðs þíns. Þar sem í
ljós kom, að hin dýrfirzka kona þekkti vel til Þingeyinga og hafði eitt-
hvað verið samvistum við þá, má vera, að allt beri hér að sama brunni
um upprunann. Eðlilega verður þó ekkert um þetta fullyrt. Hér er rétt,
að það komi skýrt fram, að margir vestfirzkir heimildarmenn höfðu
aldrei heyrt þetta orðalag í átthögum sínum, en þeir dreifðust víða um
V estfj arð ak j álkann.
Hér kom hins vegar fram afbrigði af orðasambandinu, þ. e. með so.
að hanga, og var það eina dæmið, sem við fengum um þá gerð. Auð-
vitað getur slíkt orðalag vel staðizt, sbr. að hanga í pilsfaldi einhvers
eða jafnvel að hanga í pilsi einhvers.
Engin dæmi eru í orðasöfnum O. H. úr rituðum heimildum um þetta
orðafar, og bendir það óneitanlega til þess, að það sé a. m. k. ekki al-
gengt í prentuðu máli. Þessi orðasambönd eru bæði þess eðlis, að nær
óhugsandi er að lesa fram hjá þeim við orðtöku rita. Þar sem við höfum
nú þegar orðtekið flest rit þingeyskra rithöfunda, virðist tæplega of
djarft að álykta, að þeir noti þau ekki í bókum sínum. Glúmi Hólmgeirs-
syni í Vallakoti finnst annars mjög einkennilegt, ef svo skyldi vera, að
orðtakið að vera í húfuskotti guðs hafi alls ekki komizt á blað eða
hrotið úr penna einhvers Þingeyings, svo alþekkt sem það sé hjá þeim,
„þótt það muni að vísu ekki vera daglegt mál“, eins og hann tekur fram
í bréfi. Og auðvitað er aldrei fyrir það að synja, að þetta leynist ekki í
prentuðu máli, enda margt enn óorðtekið fyrir O. H. Það, sem hér er
því sagt um þetta orðafar allt, er vitaskuld miðað við það eitt, sem við
vitum gerst, þegar þetta greinarkom er sett saman.
Við spjallið um þessi orðasambönd vaktist ýmislegt annað orðalag
upp, sem táknar hið sama eða svipað. Skal nú greint frá því hér á eftir.
Þegar ég ræddi um orðtakið að vera í húfu guðs, minnti samstarfs-