Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 163
/ húfu guðs 143
menn mína við Orðabókina, að þeir hefðu heyrt annað næsta líkt þessu
og í sömu merkingu, þ. e. að vera í huga guðs — eða eitthvað í þá átt.
Við könnun í seðlasafni O. H. kom í ljós, að þar er eitt dæmi úr kirkju-
sögu Finns biskups Jónssonar í Skálholti, en hún kom út á árunum
1772-78. Þar er í II. bindi, 382. bls., meðal gamalla bæna birt bæn á
móti hixta, sem hljóðar þannig: „Christr í brióste mer, burt fari hiksti;
/ fyrri var ec í huga guds enn hiksti; / gud fridi þess manns sál sem dó
af hiksta. — Hvör sem í einu andartaki les þessa bæn níusinnum, mun
laus verda vid allan hiksta.“
Hér fer tæplega á milli mála, að orðasambandið merkir hið sama og
Qð vera í húfu guðs. Um aldur þessarar bænar er ekkert annað vitað en
það, að hún er að sjálfsögðu eldri en frá dögum Finns biskups, sem
fæddur var 1704. Hún getur vel verið allar götur frá pápísku — eða
kaþólskum tíma, eins og margar bænirnar, sem eru í riti biskups.
Þar sem þetta dæmi úr kirkjusögu Finns biskups Jónssonar er svo
gamalt og engin yngri voru okkur kunn, var allt á huldu um það í nú-
tíðarmáli. En eins og svo oft áður í sambandi við athuganir okkar
orðabókarmanna á mæltu máli samtímans, kom hér í Ijós, að þetta
gamla orðtak lifir enn lítt eða óbreytt á vörum margra — og það all-
dreift um landið. Þó komu einna flest dæmi um það af Vestfjörðum, en
það getur einungis verið tilviljun og stafað beinlínis af því, að þáttur
okkar um íslenzkt mál í útvarpinu á þar svo marga virka hlustendur, ef
ég má orða það svo, sem hafa stöðugt samband við okkur.
Guðrún Jónsdóttir frá Asparvík í Strandasýslu kannast vel við þetta
af sínum slóðum. Þá segir Ingibjörg Halldórsdóttir á Patreksfirði, sem
er úr Austur-Barðastrandarsýslu, svo í bréfi til þáttarins: „Systir mín
sagði mér, að mamma hefði oft sagt þetta við okkur krakkana, þegar
við vorum lítil og vorum að spyrja um eitthvað, sem skeði, áður en við
vorum fædd: ‘Þá varst þú nú bara i huga guðs, elskan mín.’“
Ymis önnur dæmi bárust mér af þessum slóðum, en þarflaust er að
rekja þau nánar hér. Jóhannes Davíðsson, bóndi í Neðri-Hjarðardal í
G)ýrafirði, kannast við þetta úr sínum átthögum, en ætlar það fátítt þar.
Úr Suður-Þingeyjarsýslu bárust einnig dæmi um þetta. Sigurlaug
Skaftadóttir á Akureyri skrifaði þættinum á þessa leið 4. des. 1976:
»Þegar eg var að alast upp í Þingeyjarsýslu á fyrsta og öðrum tug þess-
arar aldar, heyrði eg oft ömmu mína segja, þegar við krakkar spurðum
Uni eitthvað, sem gerzt hafði, áður en við fæddumst: ‘Þá varst þú nú