Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 164
144
Jón Aðalsteinn Jónsson
bara í huga guðs’ eða ‘Þá varst þú nú bara hugur guðs.’“ Sigurlaug
segir, að föðursystkini hennar hafi haft sama hátt með svörin. Loks
tekur hún fram, að hún heyrði aldrei sagt í húfu guðs eða í húfuskotti
guðs. Af heimildum að dæma virðist einnig svo, að flestir þeir Þing-
eyingar, sem þekkja orðalagið að vera í huga guðs eða hugur guðs,
kannist síður eða alls ekki við sambandið í húfu eða húfuskotti guðs.
Þá benti Nanna Guðmundsdóttir kennari í Berufirði mér á það í
bréfi, að Jakobína Sigurðardóttir skáldkona notar þetta orðasamband í
bók sinni, Lifandi vatnið, 38. bls. Drengur spyr móður sína: „Hvar var
ég, þegar ég var ekki búinn að fæðast, hvar var ég, mamma?“, og hún
svarar: „Þú varst — þú varst — í huga guðs, allan tímann, að bíða eftir
að fæðast hjá mér.“ Hins vegar mun Nanna ekki þekkja þetta orðalag
í Berufirði.
Eins og greint er frá hér rétt framar, barst dæmi úr Þingeyjarsýslu
bæði um að vera í huga guðs og eins að vera hugur guðs. Heimildar-
maður af ísafirði sagði alveg hið sama af sínum slóðum. í ljós kom
einnig, að sú gerð orðasambandsins var allvíða kunn.
Jóhann Skaptason, fyrrverandi sýslumaður Þingeyinga, komst svo að
orði í bréfi til þáttarins: „Þetta orðtak notaði Jón Jóhannsson, bóndi á
Skarði í Fnjóskadal, meðal annars við mig, laust fyrir 1920, þegar ég
var í sumarvist hjá honum. Hann sagði mér oft frá hinum og þessum
atvikum úr æsku sinni og bætti þá stundum við: ‘Þá varst þú ekki einu
sinni hugur guðs, drengur minn.’ Notað til áherzlu þess, hve atvikið
skeði löngu fyrir mína daga.“ Jóhann tekur svo fram, að hann hafi ekki
heyrt í Þingeyjarsýslu minnzt á húfu guðs eða húfuskott guðs. Ber
honum þar saman við systur sína, Sigurlaugu, svo sem skýrt er frá hér
framar.
Ýmis fleiri dæmi bárust að norðan. Þær systur, Þórgunnur og Þórunn
Bjömsdætur í Hveragerði, sem ættaðar eru af Grenivík, kannast vel við
þetta þaðan og þá sagt með áherzlu: „Þú varst nú ekki einu sinni hugur
guðs, greyið mitt.“
Þetta mun annars vera allgamalt orðafar í málinu, þótt fátt sé um
það vitað af prentuðum bókum. Það kemur sem sé fyrir í kvæðabók,
sem skrifuð var í Vigur á ísafjarðardjúpi á 17. öld fyrir Magnús Jóns-
son, er þar bjó lengi og var mikill fræðimaður. Þetta kvæðahandrit, AM
148, 8vo, gaf Jón Helgason prófessor út ljósprentað árið 1955 með
nákvæmum skýringum og kallaði það Kvæðabók úr Vigur. Þar heitir