Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 165
í húfu guðs 145
eitt kvæðið Nytsamar samstæður og hljóðar fyrsta erindið þannig: „Um
allra alda aldimar, / en upptekning á árum, / hæsta guðs eg hugur
var / hans að vilja klámm, / þegar að vildi mildin merk / minn guð
að eg nefni, / gjörði hann á mér gæzku verk / getin af litlu efni.“
Hér gerir Jón athugasemd við þriðju ljóðlínu: „hæsta guðs eg hugur
var“ og segir neðanmáls: ,,‘Þá var ég hugur guðs’ hefur verið sagt á
íslandi til þessa, þ. e. a. s. ég var ekki orðinn til, þó að guð hefði fyrir-
hugað að svo skyldi verða.“
Þessi ummæli útgefanda em ótvíræð um það, að hann hefur heyrt
þetta sagt hér á landi — eða haft af því spumir — og e. t. v. í Borgar-
firði, þar sem hann er fæddur 1899 og upp alinn á fyrstu tugum þess-
arar aldar. Þaðan bámst aftur á móti engin dæmi, þegar ég ræddi um
þessi orðtök í þáttum mínum.
Þá bárust ekki nema örfá dæmi um allt þetta framangreinda orðafar
af Suður- og Austurlandi. Bendir það óneitanlega til þess, að það hvorki
sé né hafi verið algengt þar í sveitum. Þá skoðun reisi ég á því, að svo
marga ágæta heimildarmenn á þátturinn um íslenzkt mál og Orðabókin
á þessu landsvæði, að annað er vart hugsanlegt en við hefðum ella haft
spumir af því.
Runólfur Guðmundsson, bóndi í Ölvisholti í Flóa í Ámessýslu, ritaði
þættinum bréf 10. des. 1976. Tók hann í upphafi fram, að hann væri
bæði Ámesingur og Skaftfellingur að málfari, eins og hann orðar það,
°g rugli því einhverju saman milli sýslna. Síðan segir Runólfur: „Með
orðið að vera hugur guðs, um eitthvað, sem skeði, áður en sá fæddist,
er rætt var við, er það að segja, að ég man ekki fyrr eftir mér en ég
heyrði það og held það hafi verið almennt mál, þar sem ég þekkti til í
uppsveitum Ámessýslu og Skaftafellssýslu.“
Loks skrifaði Sigurður Björnsson, bóndi á Kvískerjum í Öræfum, á
þessa leið 14. nóv. 1976: „Jómnn Magnúsdóttir var fædd og uppalin í
Suðursveit, en gerðist húsfreyja á Hofi í Öræfum árið 1841 og átti þar
heirna til dauðadags, 5. janúar 1924, og var þá 99 ára. — Einhvern
tíma á síðasta tug síðastliðinnar aldar komst hún svo að orði við móður
mína, sem fædd var árið 1883, er þær ræddu um atburð, sem gerzt hafði
fyrr á öldinni: ‘Þá varst þú nú bara hugur guðs.’’ Ekki heyrði móðir mín
áSra nota þetta orðalag og ekkert annað þessu líkt.“
Eru þá upptaldar þær heimildir, sem ég fékk af þessu svæði. Ummæli
Sigurðar á Kvískerjum benda og til þess, að þetta orðtak hafi ekki verið
íslenskt mál 11