Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 166
146
Jón Aðalsteinn Jónsson
mælt mál í Öræfum. Þá er sjálfsagt að geta þess, að ýmsir gamlir og
góðir heimildarmenn víðs vegar á þessu svæði tóku skýrt fram, að þeir
þekktu engin þessara orðasambanda.
Ýmis önnur orðasambönd, þar sem guð kemur við sögu, eru vel
kunn. Er það og ekki óeðlilegt, þar sem almenna trúin var sú allt fram
á okkar daga, að fátt eða ekkert gerðist nema með vilja guðs og undir
hans forsjá. Þess vegna er vel skiljanlegt, að fólk hafi getað orðað þessa
hugsun um ófædd böm á ýmsa lund.
Eins og ég tók fram í upphafi, þekki ég sjálfur mætavel, að sagt er:
„Þú varst þá hjá guði.“ Undir þetta tóku margir, sem höfðu samband
við mig, bæði bréflega og munnlega, en ástæðulaust er að lengja málið
með frekari orðræðum um þær heimildir.
Norðan af Langanesströnd kom orðasambandið: „Þú varst þá vel
geymd í fangi guðs, góða mín.“ Ekki fengum við önnur dæmi um þá
gerð orðtaksins, svo að ekkert verður hér fullyrt um útbreiðslu þess um
landið.
Kona á Skagaströnd ritaði þættinum í febrúar 1977. Sagðist hún
þekkja vel sambandið að vera hugur guðs. En einnig var sagt: „Þú varst
þá í skúffunni hjá guði“, og eins: „Þú varst í hillu guðs.“ Þetta síðar-
nefnda orðalag kemur alveg heim við það, sem fram kom hjá nokkrum
Mývetningum. Þeir töluðu um að vera á guðshillu. Var þetta m. a. haft
eftir gamalli konu, sem svaraði bami, er spurði um eitthvað fyrir daga
þess: „Þú varst þá í guðshillu, bamið mitt.“
Heimildarmaður af Ströndum gat þess, að á bæ hans hafi þetta verið
orðað svo: „Þá varst þú hjá guði“ eða: „Þá varst þú uppi í skýjunum-“
Um hið síðara em mér engin önnur dæmi kunn, en vafalaust er alþekkt
önnur merking í orðasambandinu að vera uppi í skýjunum, sem sé af
ánægju eða hrifningu yfir einhverju.
Eitt dæmi barst okkur svo um orðasambandið að vera í húfi guðs,
s. s. í vernd guðs, en þar er vitaskuld um allt aðra merkingu að ræða.
Var þetta haft eftir konu úr Önundarfirði. Ekki var sérstaklega spurzt
fyrir um þetta orðalag, enda var þetta umræðuefni fljótlega tekið af
dagskrá eftir áramótin 1976 og 77, þegar umsögnum um það tók mjög
að fækka og lítil líkindi voru til þess, að þær yrðu öllu fleiri.
Allmargir heimildarmenn minntust á annað orðafar og öllu ófínna
og jarðbundnara um þetta efni, og þar skárust Sunnlendingar og Aust-
firðingar ekki eins úr leik. Virðist mega fullyrða, að það sé þekkt iun