Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 167
í húfu guÖs 147
allt land, en það hljóðar svo: „Þá varst þú í pung pabba þíns.“ Hér
fengum við svo skemmtilega samsvörun við hillu guðs. Jóhannes Björns-
son, bóndi í Ytri-Tungu á Tjömesi, ritaði þættinum löngu seinna — eða
í nóvember 1977 — og sagði: „Á síðasta sumri heyrði ég enn eina út-
gáfuna, héðan úr sveit, og nálega hundrað ára gamla. Bam eitt hlýddi
á frásögn, sem hreif huga þess, og spurði móður sína: „Hvar var ég þá?“
Gömul vinnukona á bænum var skjótari til svars og mælti: ‘Þá varst þú
uppi á hillu í pung föður þíns.,“ Verður ekki annað sagt en hér hafi
Þingeyingar blandað þessum orðasamböndum saman á skemmtilegan
hátt.
Sjálfur kannast ég vel við orðtakið að vera í pung pabba síns frá upp-
vaxtarárum mínum í Reykjavík fyrir og eftir 1930. Sögðu strákar þetta
sín á milli og í niðrandi tón.
Heldur er þessi ættfærsla fátækleg, eins og Kristján Jónsson á Snorra-
stöðum kemst svo skemmtilega að orði í bréfi, og mun margur taka
undir það. Hún hefur samt þann ágæta kost, að uppmni hennar er
hverjum ljós. Hið sama verður ekki beinlínis sagt um uppmna hinna
orðasambandanna eða orðtakanna, eins og líta má á þetta orðalag. Þó
uiá vissulega rekja flest af þessu til trúar á guðlega forsjá, svo sem þegar
hefur verið vikið að.
Aftur á móti getur vafizt fyrir mönnum að skýra uppruna þeirra
orðtaka, sem minnzt var á í upphafi, þ. e. að vera í húfu guðs eða í
húfuskotti guðs. Ekki ætla ég mér heldur þá dul, að ég geti ráðið svo í
upprunann, að óyggjandi geti talizt.
Helzt datt okkur orðabókarmönnum í hug, að þetta væri komið í
íslenzku úr dönsku eða þýzku, en gallinn er sá, að ekkert svipað verður
fundið í þeim orðabókum, sem ég hef gluggað í, bæði yfir eldra og yngra
mál. Þýzk kona, sem búsett er hér á landi, benti mér á, að í þýzku sé
til orðasambandið in Gottes Hut sein, sem merkir það að vera í gæzlu,
vernd guðs. Ekki er svo sem með öllu óhugsandi, að eitthvert samband
geti verið hér á milli, en þá er merkingin um ófædd, óborin böm ekki
kunn í þýzku, svo að ég hafi getað fundið. Þá bætir orðmyndin húfu-
skott ekki úr skák.
Við nánari hugsun hef ég látið mér detta í hug, að skýring þessara
orðtaka væri öllu nær okkur en margur gæti haldið og hér hafi einhver
orðhagur forfaðir okkar dregið líkinguna af þeim skotthúfum, sem
islenzkir karlmenn bám um nokkrar aldir á höfði sér. Um þess konar