Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 168
148
Jón Aðalsteinn Jónsson
húfur farast sr. Þorkeli Bjamasyni á Reynivöllum í Kjós svo orð í grein,
sem birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins 1892 og hann kallaði Fyrir
40 ámm. Er þetta hin merkasta þjóðháttalýsing frá miðri 19. öld. M. a.
ræðir sr. Þorkell um klæðnað fólks og segir þá í því sambandi á 180.
bls.: „Eptir öðmm nú óvanalegum höfuðfötum man jeg ekki, nema
skotthúfunni, sem karlmenn margir höfðu á summm úti við í góðu
veðri og inni við á vetmm; en hún var prjónuð, eins og kvennhúfa í
laginu, en miklu dýpri, með skotti, sem lagt var niður út á vangann. í
endanum á skotti þessu var skúfur hjer um bil 2 þumlunga á lengd. Um
húfuna þvera, en hún var dökkblá að lit, vora 3 eða 4 randir, og eins
á skottinu, rauðar og gular, og skúfurinn rauður eða gulur.“ Eftir þess-
ari lýsingu sr. Þorkels að dæma hefur þetta verið hinn fegursti höfuð-
búnaður og hlotið að vekja athygli.
Sigurður Guðmimdsson málari skrifaði grein í Ný félagsrit 1857, sem
hann nefndi Um kvennbúnínga á íslandi að fomu og nýju. Þar minnist
hann á upprana húfubúnings og hyggur, að „rót til hans“ mimi ekki
vera eldri en frá 17. og 18. öld. Jafnframt segir hann, að kvenhúfan
hafi án efa myndazt úr karlmannshúfunni. Orðrétt segir Sigurður svo á
36. bls.: „skotthúfan held eg sé algjörlega íslenzk; hún var með allt
öðra lagi, þegar hinir elztu menn, sem nú lifa, fyrst muna til, þá báru
karlar bláa skotthúfu með löngu skotti og löngum tvinnaskúf, líkt og
konur bera nú.“
Ekki þykir mér ósennilegt, að orðtökin um að vera í húfu guðs eða
húfuskotti guðs eigi upptök sín í sambandi við þessar skotthúfur, sem
forfeður okkar bára á höfði sér um tvær aldir eða liðlega það. Orðalagið
bendir svo til þess, að menn hafi geymt eitthvað í húfu sinni eða húfu-
skotti, en hvergi hef ég fundið heimild fyrir því í þjóðháttalýsingum.
Hins vegar hef ég fundið tvær frásagnir í þjóðsagnasöfnum, sem benda
til þess, að svo hafi verið gert, en um það verður vitaskuld ekkert fullyrt.
Rek ég þessar frásagnir meira til gamans en þess, að ég noti þær til
sönnunar máli mínu.
í XI. bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar á Eyvindará segir frá
Hrekkja-Erlendi, sem uppi var á Fljótsdalshéraði á fyrri hluta 18. aldar.
Var hann hrekkjóttur við menn, svo sem viðurnefni hans ber með sér.
Eitt sinn glettist hann við bróður sinn, er þeir vora á leið til kirkju að
Valþjófsstað. Hafði bróðirinn „eigi beðið fylgdar Erlends fyrir þykkju
sakir“, eins og segir í þjóðsögunum. Síðan heldur Sigfús frásögninni