Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 169
/ húfu guðs 149
áfram á þessa leið á 267.-268. bls.: „Vaknar nú glettni í honum; grípur
hann nær því hnefastóran hnullung, treður honum í skottið á rauðrönd-
óttu húfunni sinni og setur hana svo upp. Þegar heim kemur, grípur
hann hana af sér annarri hendi, heldur á henni, snýst að Þórði bróður
sínum og heilsar honum með mestu fleðulátum, slær þeirri hendi, er
hann hélt með steininum, um háls Þórði og kyssir hann. Slóst þá steinn-
inn í kring á kinn Þórði. Æjar hann við og segir: ‘Sæll, sæll bróðir! En
hvem fjandann hefurðu í húfuskottinu þínu, maður?’ ‘Æ, þar vom
tóbaksdósirnar mínar.’“
Þessi frásogn virðist benda til þess, að menn hafi getað notað húfu-
skottið sem geymslustað.
Loks er í Skaftfellskum þjóðsögum og sögnum eftir Guðmund Jóns-
son í Hoffelli í Nesjum greint frá Guðmundi nokkmm, sem uppi var á
18. öld og fékkst eitthvað við galdra. M. a. segir svo í frásögninni á 134.
bls.: „Guðmundur gekk vanalega með skotthúfu eða snókhúfu, og var
snókurinn troðinn með bréfum. Sögðu menn, að þar geymdi hann
galdraskræður sínar.“
Þannig hljóða þessar frásagnir af skotthúfunni, og verður svo sérhver
að draga þær ályktanir af þeim, sem honum þykja sennilegastar.
En hvernig sem þessu er farið, er vart annað hugsanlegt en orðtökin
hafi orðið til á notkunartíma þessa höfuðfats. Geta þau þess vegna ekki
verið yngri í málinu en frá miðri 19. öld, því að heimildum ber saman
um það, að þessar skotthúfur karla hafi þá horfið úr tízku og lagzt með
Öllu niður.
Má því þykja næsta undarlegt, að engir orðabókarmenn skyldu hafa
haft spurnir af þeim fyrr en á haustdögum ársins 1976. Sú varð nú samt
raunin, og þess vegna hef ég rakið þessa sögu úr starfi okkar við Orða-
bók Háskólans. Hún staðfestir einungis það, sem ég hef oft látið í ljós
í þáttum okkar um íslenzkt mál í Ríkisútvarpinu, að lengi er von á
einum. Þetta gerir einmitt orðabókarstarf bæði áhugavert og oft árang-
ursríkt.