Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 170
JÓN SAMSONARSON
Jólasveinar komnir í leikinn
Árið 1929 birti Elsa Enajárvi grein sem hún nefndi Timmermansleken.1
í leiknum sem hún tekur til athugunar er leiktexti eða smá þula, sem
hefur verið skrifuð upp í breytilegum gerðum og torskildum. Hún ein-
kennist af upptalningu nafna eða einstakra orða, sum skjóta upp koll-
inum í ólíkum gerðum hennar og bera vott um skyldleika þeirra, önnur
eru bundin við eina uppskrift eða fáar. Athugun sína byggir Elsa
Enájárvi á sænskum, finnskum og eistneskum gerðum leiksins.
Meðal þeirra er tiltölulega vel varðveitt gerð leikþulunnar, tekin úr
Hembygden 1910 og var skrifuð upp í byggðum sænskumælandi manna
í Nyland í Finnlandi. Hún er á þessa leið:
„Vid leken, som upptecknats i Tenala, sjunges:
Timberman á tutn,
tutns böl á baggins tut,
böln sjálv á bölns dráng,
rubbidi rubb
á káring i skrubb,
náverskágg,
hugg i vágg.
Efter dansar tunderbak."
Því er einnig lýst hvernig leikurinn „hafi getað verið leikinn“ (torde
hava tillgátt): Þátttakendur í leiknum ganga í röð einn eftir öðrum um
gólfið með spýtu (vedtra), sem tákna á öxina, um öxl. Fremstur í röð-
inni er sjálfur „timbermaní vísunni eru talin upp nöfn þeirra sem
koma á eftir honum. Þannig heitir sá sem er næstur honum „tutn“, einn
er „böln sjálv“, annar „bölns dráng“ o. s. frv. Allt í einu þegar erindið
hefur verið sungið að minnsta kosti einu sinni stansar „timbermannen“
1 Elsa Enajarvi, Timmermansleken, Studier och uppsatser tillagnade Otto
Andersson (Budkavlen VIII.2 1929), Ábo 1929, bls. 165-81. Áður hafði Enajárvi
birt grein um sama efni á finnsku: Eraán leikin historiaa, Virittaja, árið 1927, bls.
318-33.