Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 171
Jólasveinar komnir í leikinn
151
og allir hinir með. Hann snýr sér að einhverjum í röðinni og spyr:
„Hvað heitir þú?“ Þá á sá sem spurður er að kunna skil á nafninu sínu,
sem fer eftir því hvar hann er í röðinni, og verður hann sjálfur að finna
það á meðan sungið er; svari hann skakkt, þá verður hann „tunder-
bak“. Þá er „öxum“ allra hinna dyngt á hann, og þær verður hann að
bera og ganga um gólfið aftastur í röðinni, á meðan hin syngja erindið
að nýju laus og liðug. Svari hins vegar sá rétt, sem spurður er, er byrjað
aftur og haldið áfram þar til einhverjum fipast.2
Elsta þekkt gerð leikþulunnar er sænsk, í handriti sem er talið skrifað
um 1600.3 í 1500- och 1600-talens visböcker II, bls. 242, er hún
prentuð þannig (athugasemdum útg. sleppt og einnig latínskri viðauka-
línu):
Hár Dansar
haffua
huar sitt namp i
rad
Then sitt
Namp icke
Minnes bare hann
alles ■<
there ved
tra som i
dansen áhre
omkring til thetz
han
Minnes
Timberman,
/utenn, och
Baggens,
Bádelenn,
Lasens,
Gubbe,
Keringe,
Fubbe, Fubbe,
/utenn. 1
Bagen. 2
Bádell. 3
siálffuer 4
Fubbe. 5
skrulte. 6
Rulta. 7
huar man 8
dansa med hufar]
sitt vád tráá
Elsa Enájárvi fjallar um þessa gömlu sænsku uppskrift og kemst að
þeirri niðurstöðu að hana megi skýra frá upphafi til enda og sé hún röð
ókvæðisorða eða skammarheita, sem gefin séu þátttakendum í leiknum.
Þar sé í upphafi skammaryrði um Dani og Norðmenn: jute og bagge
2 Elsa Enájárvi, tilv. rit, bls. 169. Sbr. einnig Finlands svenska folkdiktning
VIII, Lekar och spel, utgivet av V. E. V. Wessman, Helsingfors 1962, bls. 682.
Timbermanslejkin er flokkaður með leikjum sem útg. kallar Sállskapslekar. I.
Minneslekar. Einnig Finlands svenska folkdiktning V, 3. Sánglekar, utgiven av
Otto Andersson under medverkan av Greta Dahlström och Alfhild Forslin, Ábo
1967, bls. 378-80. Timmermansleken er flokkaður með leikjum sem útg. kallar
Dramatiska sanglekar. C. De lekande i ring.
3 1500- och 1600-talens visböcker utgifna af Adolf Noreen och J. A. Lundell
II, Uppsala 1900-1915, bls. 107-9. Bengt R. Jonsson, Svensk balladtradition I,
Uppsala 1967, bls. 207-8.