Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 172
152
Jón Samsonarson
— og síðan haldi áfram með skýranlegum ókvæðisorðum. Þannig
bendir hún t. d. á að fubbe sé til í merkingunni „en ovig, trög person“.
Skrult hefur í norskum mállýskum m. a. merkinguna „skrutrygget mand
med ludende hoved“. Leiktextinn er þýddur í greininni á nútíma-
sænsku á þessa leið:
„Hár dansar
timmerman, juten,
juten och baggen
baggens bödel
bödeln sjálv.
Trashank fubbe
gubbe, rackare,
káring rulta,
fubbe, fubbe, var man.“
Á grundvelli þessa texta og með samanburði við yngri gerðir sænskar,
finnskar og eistneskar kemst Enájárvi ennfremur að þeirri niðurstöðu
að leikurinn sé að líkindum sænskur að uppruna og ekki miklu eldri en
frá upphafi 16. aldar. Um aðrar gerðir var henni ókunnugt, og hafa
rökin sem hún færði fram fyrir sænskum uppruna leiksins rýmað við
tilkomu þeirra.4
Meðal leikgerða sem Enájárvi lagði fram í grein sinni var uppskrift
gerð í Södermanland í Svíþjóð á 19. öld. Þátttakendur í leiknum ganga
hver á eftir öðrum í hring og hafa hver um sig spýtu (vedklabb) í hendi.
Þeir fá nöfn eftir því sem segir í leiktextanum, sem er sunginn af þeim
sem stýrir leiknum: „Der kommer piparen (1 pers.) och lekaren (2
pers.). | Efter kommer timmelituten (3 pers.). | Tutan Bokk (4 pers.).
Bakom Böfvel (5 pers.). | Ráfvel skárm (6 pers.). | Kaisa Rubb (7 pers.)
Kárngen Skmbb (8 pers.). | Sju rullár Wallman te sist (9 pers.)“ o. s.
frv. Þá spyr foringinn: Hvað heitir þú? — og bendir á einhvern þátttak-
anda í leiknum. Ef hann man ekki nafnið, kasta hinir í hann spýtunum
og láta illa að honum. En vilji hann losna við harðleikni þeirra getur
hann látið pant, og verður leikurinn þá pantleikur.5
Leikur svipaður þessum var leikinn á Þelamörk í Noregi. Sophus
Bugge skrifaði hann upp í Kvitseid 1857:
„De gaa i Række. Den forreste kvæder:
4 Tilv. rit, bls. 170-71 og 180-81.
5 Tilv. rit, bls. 168-9.