Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 174
154
Jón Samsonarson
sé að dvelja við þá. Hins vegar er leikþula í Færeyjum, sem er allrar
athygli verð til samanburðar við textann íslenska, sem hér er stefnt að.
Færeyska þulan er í skýrslum J. Chr. Svabos, sem hann gekk frá eftir
Færeyjaferðina 1781-1782. Leiknum er lýst með leikjum, „som bruges
paa Brylluper og Lystigheder“. Af lýsingunni virðist koma fram að
leikfólkið klæðist leikgervi:
,,aa) En Leeg, hvori man forestiller Personer, der have en forunder-
lig og vanskabende Dragt. De danse, og imillertid synges:
Firi dansar Fujvil o han tutar,
so tan Tutar uj Béak,
so téa Beakji niur gjek,
so tan Revur uj Reglun,
so tan Ormur uj Kreglun;
Attast dansar Drumburin éav tajm 0dlun.“12
V. U. Hammershaimb lét prenta lýsingu leiksins í Antiquarisk Tids-
skrift 1849-1851, Kh. 1852, bls. 309. Hún er á þessa leið: „Personer
i en vanskabende dragt danse og imidlertid synges: Firi dansa fívil og
hann tútar, so hann tútar í bák, so táð bákið niður gekk, so tann revur
í reglum, so tann ormur í kröklum; aftast dansar drumburin áf teim
öllum.“
Auðsætt er að Hammershaimb tekur lýsinguna beint eftir Svabo, og
er hann því ekki sjálfstæð heimild um leikinn. Þó er eftirtektarvert að
hann breytir „Kreglun“ hjá Svabo í „kröklum“ (þ.e. krœklum). Hjalmar
Thuren, sem fer einvörðungu eftir Svabo og Hammershaimb í lýsingu
sinni á leiknum, tekur upp orðmyndina „kröklum“ og þýðir á dönsku:
„saa Ormen i Bugter!“ Hann prentar einnig „reklum“ fyrir „reglum“.13
Nafnaþulur eru til frá fomu fari. í Snorra-Eddu er vitnað í Þorgríms-
þulu, sem hefur verið upptalning nafna; í vísum sem vitnað er til
era hestanöfn og uxa. Allra flagða þula er í Vilhjálms sögu sjóðs. Heiti
hennar er tekið eftir upphafserindinu; efni er að mestu upptalning
tröllanafna. Af þessum dæmum er að ráða að slíkar nafnaraðir í kveð-
skap hafi stundum verið kallaðar þulur, og hafa fræðimenn notað orðið
12 J. Chr. Svabo, Indberetninger fra en Reise i Fœrtþe 1781 og 1782. Udgivet
af N. Djurhuus, Kh. 1976, bls. 320. í athugasemd á bls. 496 segir um leikþuluna:
„denne fær0ske ramse er delvis uforstáelig."
13 Hjalmar Thuren, Folkesangen paa Fœrþerne, Kh. 1908, bls. 67.