Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 175
Jólasveinar komnir í leikinn
155
sem tegundarheiti um flokk kvæða sem eru að mestu eða öllu leyti
upptalning nafna. Þó hefur trúlega mátt gefa slíkum nafnaröðum heiti
á fleiri vegu, og bendir til þess í Snorra-Eddu, þar sem er vitnað í
Kálfsvísu (eða Alsvinnsmál), og hefur hún að því er virðist verið kvæði
af svipuðu tagi. Á hinn bóginn hefur þuluheiti ekki verið bundið ein-
vörðungu við nafnatöl. í Rígsþulu eru að vísu upptalningar nafna, en
ekki geta þær talist höfuðeinkenni kvæðisins. Þar er þess þó að gæta
að Rígsþuluheitið er ekki tekið eftir kvæðinu sjálfu, heldur er það í
tilvísun til þræla heita, sem í Rígsþulu eru, og hefði það getað ráðið
einhverju í nafngift. Þá kveður mjög að endurtekningum í kvæðinu, og
kynnu þær einnig að hafa ýtt undir þulunafnið. í Buslubœn eru ekki
nafnatöl, en hún er að verulegu leyti röð skilyrtra óbæna og er kölluð
þula í bæninni sjálfri.
Nafnaraðir eru algengar í þeim kveðskap sem kallast þulur á síðari
tímum. Þessar þulur voru skrifaðar upp eftir fólki og komust alla
jafnan seint á blað. Algengt er að elsta uppskrift þulu sé frá miðri 19.
öld, þótt sumar væru að vísu skrifaðar upp fyrr, ýmist heilar eða í
brotum. í þulunum er misgamalt efni, en fátt er til aldursákvörðunar,
þegar sleppir elstu ritheimild. Þó má segja að þulur sem til eru í mis-
munandi munnlegum gerðum víða um land, þegar uppskriftartími
þeirra hefst, geti tæpast verið nýjar af nálinni. Aðgætandi er einnig
þegar hliðstæður íslensku þulnanna eru til erlendis. Stundum virðist
skyldleikinn mestur við þulur af vesturnorræna málsvæðinu, og er sú
skýring nærtæk að samband hafi verið náið milli Noregs, íslands og
Færeyja, á þeim tímum þegar þær þulur bárust á milli. Ætla má að
skilyrði hafi verið góð til flutnings slíks efnis munnlega milli Noregs og
íslands allt til loka miðalda. Það breytist á siðskiptatímunum, og upp
úr því fara dönsk áhrif að verða mest ráðandi á íslandi. Eftir siðaskipti
mætti fremur gera ráð fyrir flutningi efnis munnlega frá Danmörku.
Skyldleiki íslenskra þulna við norskar og færeyskar getur bent til þess
að þær hafi borist á milli fyrir siðaskipti, þótt ekki þurfi ætíð svo að
vera og sjálfsagt sé að gera ráð fyrir undantekningum.
Til eru þulur sem í eru nafnaraðir og eiga sér nánar hliðstæður í
Noregi og í Færeyjum. Ættartalan til Óðins er venjulega höfð sem
niðurlag þulunnar Heyrði ég í hamrinum (hamarinn). í Lbs. 852 4to II
bls. 93-4, handriti sem er skrifað 1777-8, er þulan á þessa leið (staf-
setning færð í nútímahorf):