Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 176
156
Jón Samsonarson
Heyrða eg í hamarinn,
hátt var látið,
búkonan dillaði
bömunum öllum:
Æsunni, Dísunni,
Viggunni, Siggunni,
Ingunni, Kingunni,
Jórunni, Þómnni,
Aðalvarði, Ormagarði,
Eiríki, Geiri.
Muna muntu frændumar fleiri.
Þeir bára eftir sér bitilinn rauða:
Heitir Hallvarður Kambsson,
Kambur Skæringsson,
Skæringur Brandsson,
Brandur Björgólfsson,
Björgólfur Hringsson,
Hringur Hreiðarsson,
Hreiðarður Garðsson,
Garður Gunnarsson,
Gunnarður Refsson,
Refur Ráfinnsson,
Ráfinnur Kol(s)son,
Kolur Kjörvarðsson,
Kjörvarður Bjórsson,
Bjór Brettingsson,
Brettingur Hakason,
Haki Óðinsson.
Óðinn allra illra trölla faðirinn
í hellir bjó.14
Til samanburðar er þula af Þelamörk frá öldinni sem leið; þar er gýgur,
sem kallar sláttumennina heim í matinn: „Gygri ropar heim til maals:
Kome no heim alle mine slaattekarar! | Heim Hallvardsson, | Hallvard
Skamsson, | Skam Skyrisson, | Skyri Brandsson, | Brand Brynjulvsson,
| Brynjulv Raneson, | Rane Ropeson, | Rope Kollsson, | Koll Kyll-
brandsson, | Kyllbrand Vraalsson, | Tippel, Tiril, Teirik. | Etter kjem
vesle Eirik.“15
Þulan er til í mörgum mismunandi gerðum í Noregi og á íslandi, og
er langt utan við efni þessarar greinar að rekja það. Þess skal einungis
getið að fleiri nöfn úr íslensku þulunni en þau sem hér komu fram eru
í norsku þulugerðunum. Þar verða fyrir hliðstæður íslensku nafnanna
14 Skrifari þulunnar er Guðmundur Helgason ísfold (1732-82), ættaður frá
Stað í Grindavík, Gbr. f fimmtu línu er upphafsstafur orðsins Æsunne óvenjulega
dreginn, en verður helst lesinn annað hvort Æ eða A. Jón Ólafsson frá Grunnavík
(1705-79) hafði handritið undir höndum á efri árum og krotaði í. Hann skrifar
við línu 10 Geyre: „aliis: Sveini, Steini“. Við 11 fleire setur hann sem orðamun:
„al. þijna“. Ofan línu og vísað niður fyrir framan 10 Eirike stendur: „hiá, addunt
quidam" — og er hvorki með hendi Jóns frá Grunnavík né Guðmundar ísfolds.
— Ýmis afbrigði þulunnar eru prentuð í safni Ólafs Davíðssonar af íslenskum
þulum, ÍGSVÞ IV, bls. 196-201.
15 Bernt St0ylen, Norske barnerim og leikar, Kria. 1899, bls. 43, nr. 280; lag
nr. 41 á bls. 17. Tilvísanir til fleiri rita eru hjá Ádel Gj0stein Blom, Folkeviser i
arbeidslivet, 1977, bls. 288.