Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 178
158
Jón Samsonarson
Huldukona sat og taldi kýmar sínar, en mennskur maður hlýddi á: „Eg
sát már í heygi við Rumlu og Reigju, hár hoyrdi eg Hupulin gella;
oman skríða Hákur og Krákur; kenni eg Kinu langs spina, íla og Ála,
Eskja og Kála, Geita og Grána, Flekka og Fræna; Hildan stjama er
kennd firi már; Gullgríma og Oxakolla; misst hávi eg Grímuna grávu,
stitstu og lágu; komnar em kýr okrar allar. Stinjandi gongur hon Brinja
aftast á hölunum á öllum.“19 í íslensku þulunni em mörg sömu nöfnin:
Stjarna (Hildinstjama), íla, Ála, Flekka, Fræna, Geit (Geita), Grána
(Grana), Lína, Langspena (Langspen), Brynja; fomstukýrin Gullin-
hyma er samnefnd að hálfu; einnig kemur Kolla fyrir í íslenskum gerð-
um þulunnar. Innskotssetningar em í íslensku þulunni sem minna á þá
færeysku: „Ekki em enn þá taldar kýr karlsins allar“, „Ekki em allar
kýr kerlingar komnar enn“, „Upp eru taldar karls kýmar allar“. í
Leirvík á Hjaltlandi skrifaði Otto Andersson upp vögguvísu, sem var
sungin þar fyrir hann. Það sem skilið verður af textanum er sýnilega
úr kúaþulu. Vísan eins og hún er prentuð hjá Andersson er á þessa
leið: „Baava bonja. Di mana wakna Stara, Stritja, Lyra, Langspanja
koman heim an stidmo.“20 Til samanburðar má nefna í íslensku þul-
unni: „hún Lykla og hún Lína og hún Langspena“ og „kolsvört Mana
komin heim að sumri“. í Noregi er aragrúi af kúa- og geitanafnaþulum
(kulokker, geitelokker), og leynir sér ekki að skyldleiki er við kúa-
þuluna íslensku. Einkum virðist sem nöfn í íslensku þulunni verði fyrir
í geitanafnaþulunum. Til dæmis em þessar tvær úr safni Stpylens; sú
fyrri frá Jæren: „Hev du set geitenne mine | fara fram under fjelli dine?
| Fyre for ho Kvita, | ho Taanga og Tita, | ho Duna og Dokka, | ho
Lykla og Lokka, | Lina og Lindbrok, | Erla og Aala, [ ho gyllande
Slaakja, | Danemark og Sokka, | Eblefry og Fri | for att med hi, | Rosa
og Lilja, | Tolla og Tilja, | Sneia og Breia, | Bjpnnbukken og Bmsen,
| Aasedill og Daasedill | for og skjemta upp med nuten.“ Hin úr Guð-
brandsdal: „Kille mine melle, | kom heimatt utor fjelle! | Rose og
19 Fær0iske folkesagn, optegnede af V. U. Hammershaimb, Antiquarisk Tids-
skrift 1849-51, Kh. 1852, bls. 201. (Endurprentað í Savn, Tórshavn 1969, bls.
145.) Önnur gerð þulunnar er prentuð í Hákunarbók, Valdemar Dalsgarð greiddi
til prentingar og teknaði myndirnar, I. (Hér er „kenni eg Linu | kenni Lang-
spinu“.) Sbr. einnig Birgitta Hylin, Skjaldur. En studie över barnvisan och barn-
ramsan pá Fáröarna, Fra Fœr<t>erne — Úr F<f>royum VI, 1971, bls. 61.
20 Otto Andersson, Giga och bröllopslátar pá Shetland, Budkavlen 1938, bls.
87-9.