Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 179
Jólasveinar komnir í leikinn
159
Dokka, | Nyklen og ho Sokka, | Langspena, Spjuten, | Lekkenosa,
Sluten, | Fagerleik. | Etter Tripp og Nykel | kjem ho litle geit, ho litle
geit.“21 í þulunum eru nafnasamstæður úr íslensku þulunni: Lykla,
Lína, Langspena; Sokka, Dokka; Ála; í öðrum gerðum norskum er
einnig íla, t. d.: „Ho Ila, ho Lokka, | ho Dæla, ho Dokka“.22 Dúfa og
Dalla er nafnasamstæða í íslensku þulunni; í norsku þulunum er m. a.
»Duvedille“.23 í íslensku þulunni er samstæðan: Flekka og hún Fræna;
í þulu úr Valdres er: „Lekrast va ho Fr0gna“.24 Stjama er í kúahópn-
um íslenska og Gullinhyma gengur fyrir; hvort tveggja góð og gegn
nöfn. í norsku þulunum kemur fyrir að bjöllukýrin er nefnd Gull-
stjama: „Sá tapte je bort mi beste bjplku, | ho heitte ná raude Gull-
stjeme.“25 Stundum em þulumar norsku eignaðar huldufólki eða öðr-
um náttúmvættum, sem áttu búpening sinn innan um gripi mennskra
manna (huldrelokker).26 Svipaðar þulur era einnig eignaðar vættum í
Svíþjóð, og bregður þar líka fyrir nöfnum úr kúaþulunni íslensku; þar
á meðal em t. d. „Langspena“, „Ála“, „Docka“, „Stjama“, „Kolle“.27
í íslensku þulunni koma kýr karls (eða kerlingar) ofan af fjalli og ganga
sumar í helli, og virðist engan veginn einsýrtt að þar sé sagt frá búsmala
mannheimafólks.
Stundum em auknefni í þulum eða nafngiftir, og em ekki alltaf
fagrar. Dæmi era um það í þulunni Dansinn var á Stapa í gœr. Séra
Guðmundur Einarsson, sem þá var aðstoðarprestur í Flateyjarpresta-
kalli á Breiðafirði, sendi Fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn þuluna
árið 1847. Hann getur þess til að hún „má ske lúti að Stapagleði, ef til
vill sem nafnagiftur“. Þuluna hefur hann þannig:
21 B. St0ylen, tilv. rit, bls. 51.
22 Olav Midtb0, Kunamn og gjeitenamn fraa Masfjord i Nordhordland, Maal
°S minne 1930, bls. 58.
23 NFL 9, bls. 153. Sbr. einnig NFL 81, bls. 86 („Gamle gjeitenamn“; þar á
meðal eru nöfnin Driva og Dalla).
24 NFL 75, bls. 112.
25 NFL 48, bls. 47.
26 Yfirlit yfir norsku þulurnar er hjá Ádel Gj0stein Blom, Folkeviser i arbeids-
l‘vet, bls. 27—47.
27 J. Nordlander, Fabodvásendet i Ángermanland, Svenska landsmöl V.3,
1885, bls. 31-3. Einnig Carl-Allan Moberg, Om vallátar. En studie i de svenska
fábodarnas musikaliska organisation, Svensk tidskrift för musikforskning 1955,
bls. 74 o. á. Moberg ræðir m. a. um skyldleika sænska og norska efnisins við
>»KUhreihen“ sunnar í álfunni.