Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 180
160
Jón Samsonarson
Dansinn var á Stapa í gær,
það var herlegur dans.
Þar var í dansinum:
Guðrúnar piltur,
Gróu drengur,
Magnús maðkur,
Sigurður surtur,
Sveinn Drangalykkja.
Þar kvað undir Vali,
Vigdís og Sali,
Magnús ranghali.
Gunnfríður og Gedda,
Ketilríður, Herdís píka,
allar láta líka.
Grætur Gunnhildur,
syngur Svanhildur,
Teitur og Guðfinna,
Teiga og Loðinkinna,
Helgi húsmaður,
Gróa griðkona,
lambanna lóra
Þorbjörgin stóra.
Vigga, Sigga, Tóa töpp
tolldu niður við stein.
Allar voru í dansinum
utan eg ein.28
Nöfn grýlubarna eru rakin í tveim þulum. í annarri þulunni eru þau
talin tuttugu. í JS 289 8vo I 12v, sem er samtíningur úr eigu Hallgríms
Schevings (1781-1861), er hún höfð á þessa leið (stafsetning færð í
nútímahorf):
Grýla er að sönnu
gömul herkerling;
bæði á hún bóndann
og böm tuttugu.
Eitt heitir Skreppur,
annað Skjóða,
þriðji Þröstur,
Þrándur hinn fjórði,
Botni, Brynki,
Böðvar, Höttur,
Stútur, Stefna,
Stikill, Flaska,
Hnútur, Hnyðja,
Hnýfill, Bikkja,
Askur, Ausa,
Koppur, Kyppa,
Ó1 hún í elli
enn tvíbura,
Sighvat og Surtlu;
þau sofnuðu bæði.29
Jólasveinar em stundum kallaðir synir Grýlu, og hafa verið uppt
hugmyndir um það þegar á 17. öld.30 Nöfn á jólasveinunum em breyti-
leg. Sum þessara nafna eru hjá Jóni Árnasyni, og hafa þau orðið fólki
töm af kynnum við Þjóðsögumar. Meðal heimildarmanna um jóla-
sveinanöfn er Guðmundur Gísli Sigurðsson frá Stað í Steingrímsfirði,
28 Kvœði og dansleikir, útg.Jón Samsonarson, I, Rvk. 1964, bls. lxxxvi-lxxxvii.
Fleiri gerðir eru í ÍGSVÞ III, bls. 389-91.
29 Sjá textabrigði í ÍGSVÞ IV, bls. 145.
30 Árni Björnsson, Jól á íslandi, Rvk. 1963, bls. 147.