Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 181
Jólasveinar komnir í leikinn
161
Strand. (1834-92). Nöfnin með hendi Guðmundar Gísla eru í þjóð-
fræðasafni Jóns Ámasonar, Lbs. 424 8vo bls. 157-8. Fyrsta hluta
handritsins skrifaði Guðmundur Gísli eftir því sem segir á titilblaði
árið 1859. Jólasveinanöfnin hefur hann sennilega skrifað síðar, eða
eftir að honum barst „Hugvekja um alþýðleg fomfræði“, sem Jón
Ámason sendi honum 1861, en fyrir 13. ágúst 1862. Þá undirritar hann
greinargerð, þar sem hann nefnir meðal heimildarmanna sinna Bjarna
Bjarnason vinnumann á Stað, sem hafi sagt sér nöfn jólasveina.31 Guð-
mundur Gísli hefur skrifað nöfnin upp tvívegis, og á tilvísunin til Bjama
Bjarnasonar ugglaust við síðari gerðina. Nöfnin frá Guðmundi Gísla
komu ekki í fmmútgáfu þjóðsagnanna, og urðu þau ekki kunn fyrr en
1955 með útgáfu Árna Böðvarssonar og Bjama Vilhjálmssonar (III
284). Nöfnin em prentuð hér á eftir ásamt frásögn Guðmundar Gísla,
°g er haldið stafsetningu hans; nöfnum jólasveinanna er skipað í þulu-
línur, sem ekki er gert í handriti:
Um jólasveina
(I)
Jólasveinar em taldir 13 og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól32
°g síðan einn hvern dag til jóla, og eins haga þeir brottferð sinni eptir
jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á
horláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því
jólasveinar sleiktu þær; en þessi em nöfn jólasveina eptir því sem rjett-
orður kvennmaður33 hefur heyrt.
Tífill Tútur
Baggi Lútur
Rauður Redda
Steingrímur og Sledda
Lækjaræsir
Bjálmin sjálfur
Bjálmansbamið
Litli púngur
Örvadmmbur
31 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri, safnað hefur Jón Árnason, nýtt safn, Árni
Söðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna, I-VI, Rvk. 1954-1961,
bls. 58.
32 jól] + þeir str. út.
33 kvennmaður] + seg str. út (upphaf að segir, g er aðeins dregið að litlu leytí).
íslenskt mál 12