Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 183
Jólasveirtar komnir í leikinn
163
Litli-drumbur
og Efri-drumbur,
hann drumbar alla.
— Lunguslettir og Ketkrókur. —
Helga fór tvívegis með nöfnin, og bar ekkert á milli; í síðara skiptið
fór hún með þau hálfsönglandi. í samtali sem Helga Jóhannsdóttir átti
við nöfnu sína kom fram að jólasveinamir áttu að vera þrettán að tölu
og kom einn á kvöldi til jóla. A aðfangadagskvöld vom allir komnir.
Ekki kannaðist Helga við að jólasveinamir hefðu verið settir í samband
við Grýlu, nema þá í vísunni Jólasveinar ganga um gólf, hafa staf í
hendi, móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi; þar væri Grýla
kölluð móðir jólasveinanna. Jólasveinamir áttu að koma af fjöllunum.
Þeir vora ekkert illir, nema Lunguslettir. (Þannig fór Helga með nafnið;
síðar var hún þó ekki viss nema það gæti verið Lungnaslettir.) Hann
átti að vera með blaut lungu og lemja bömin með þeim.
í október 1979 leitaði ég símleiðis staðfestingar á nokkmm atriðum
í þessari frásögn. Ása Ketilsdóttir ræddi við tengdamóður sína um jóla-
sveinanöfnin. Helga sagði henni að tvö síðustu nöfnin hefðu verið laus
við þuluna. Hún endaði á orðunum „hann drumbar alla“. Jólasvein-
amir komu í þeirri röð sem þulan segir til um og vora börnin spurð
dagana fyrir jólin: „Hver kemur í dag?“ Þá áttu þau að muna nafn
jólasveinsins sem kom þann daginn. Ketkrókur kom síðastur jólasvein-
anna á Þorláksmessu og krækti upp kjötið sem var verið að sjóða. Á
jóladagsnóttina vora þeir allir um kyrrt. Síðan fór einn af öðram og sá
síðasti á þrettánda dag jóla. Nöfnin tengdi Helga við útlit jólasveinanna.
Tveir þeir síðustu vora í vitund barnanna stærri og aðsópsmeiri, enda
voru þeir hrekkjóttir; hinir voru minni og sverari. Helga mundi ekki af
hverjum hún lærði nöfnin. Hún fór ung frá Skarði að Hlíðarhúsum á
Snæfjallaströnd, þar sem voru aldraðar konur, Guðrún Borgarsdóttir
°g Jónína Þorláksdóttir, og fleira gamalt fólk. Helga fluttist að Hraun-
dal í Nauteyrarhreppi 1907. Þar var á sveitarframfæri gömul kona,
Margrét Helgadóttir, fædd 1830, og hafði hún flust norðan úr Árnes-
hreppi með Pétri Péturssyni í Hafnardal. Margrét var fróð kona, en
Helga heldur að hún hafi verið búin að læra þuluna áður en fundum
þeirra bar saman. Hún telur þuluna algenga þegar hún man eftir sér.
Eftir frásögnum Guðmundar Gísla og Helgu í Laugarholti áttu jóla-
svemamir að vera þrettán að tölu, enda er það tala nafnanna í fyrri