Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 184
164
Jón Samsonarson
gerð Guðmundar Gísla og hjá Helgu; í síðari gerð Guðmundar Gísla
eru nöfnin fjórtán. Tala jólasveina hefur verið á reiki, sumir töldu að
þeir ættu að vera þrettán, aðrir sögðu níu. Um þetta voru skiptar
skoðanir um miðja 19. öld.34 Þeir sem töldu að jólasveinamir væru níu
báru fyrir sig vísuna Jólasveinar einn og átta og jafnvel einnig aðra
vísu Upp á stól stendur mín kanna. Um síðari vísuna er það að segja
að hún er að uppmna útlend, og óvíst er hvenær hún barst til landsins
eða hvenær hún hefur tengst við jólasveinana.35 Hin vísan er þekkt í
uppskriftum frá fyrri hluta síðustu aldar og frá miðri öldinni og var
skrifuð upp eftir fólki.36 Um önnur rök fyrir aldri hennar er mér ókunn-
ugt. Hún var prentuð í fyrra bindi af Þjóðsögum Jóns Ámasonar 1862
og að nýju í Stafrófskveri Jóns Ólafssonar, og hefur hún orðið alkunn
sem við mátti búast af þessum ritum. Elsta heimild um töluna þrettán,
sem ég minnist að hafa séð, er í Grýlukvæði í Lbs. 1694 8vo. Skrifari
er ókunnur, en skriftin bendir til átjándu aldar. Litlu framar í hand-
ritinu en Grýlukvæðið er Nýjungasálmur, sem stundum er kallaður
(Heyrast taka nógar nýjungar).37 Hér er fyrirsögn hans: „Um/nkvórtun
Nordlendinga 1761“. Um það leyti eða eitthvað síðar er sennilegt að
Grýlukvæðið sé skrifað. í kvæðinu er sagt frá Gýlu hyski, þar á meðal
er Giljargaur, sem er sagður bróðir Grýlu, og Stekkjarstaur, sem er
grimmur við unga sveina. Hvomgur þeirra virðist hér talinn til jóla-
sveina. Um þá er hins vegar þessi vísa í kvæðinu:
Laungnm leidir beinar
labba Jölasveinar,
þe55a þjöd[er] hreinar
13 saman meinar,
oft sier inne leina
Jller m[ióg] vid smábórninn
b(ole og) G(rijla) b(rutust) i(nn)
eg sa um Nött eina
i' augu[nn] á þe/m glöra
b(ám) þ(a/) h(ingad) b(elginn) s(inn) st(öra).
34 Árni Björnsson, tilv. rit, bls. 147-8.
35 Kvœði og dansleikir I, bls. ccxi.
36 ÍGSVÞ IV, bls. 172.
3/ Kvæðið er prentað í riti Jóns Jónssonar (Aðils), Skúli Magnússon landfógeti,
Rvk. 1911, bls. 365-80.