Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 185
Jólasveinar komnir í leikinn
165
Samanburður á nöfnum í jólasveinaþulunni íslensku og í leikþulum
sem áður voru nefndar í greininni ætti að sýna svo að ekki verður um
villst að þær eru af einum stofni. Samt er hætt við að torvelt myndi
reynast að festa hendur á frumgerðinni sem liggur að baki, þótt gera
megi ráð fyrir að hún hafi verið til. Hér skal að lokum farið nokkrum
orðum um nöfnin í íslensku þulugerðunum, og hefði ég þó fremur kosið
að víkja því frá mér og fá þeim í hendur, sem þessi grein er ætluð og
ég treysti ólíkt betur til orðskýringanna. Til glöggvunar má draga
saman nöfnin, og eru gerðir Guðmundar Gísla kallaðar A og B, en
gerð Helgu er C.
A B C
Tífill Tífall Tífill
Tútur Tútur Tútur
Baggi Lútur Baggi Hnútur | Baggalútur
Rauður Rauður Refur
Redda Redda Redda
Steingrímur Steingrímur Steingrímur
Sledda Sledda Sledda
Lækjaræsir Bjálminn sjálfur sjálfur Bjálfinn Bjálfinn sjálfur
Bjálmans barnið Bjálfans barnið Bjálfans barnið
Litli-pungur Litli-drumbur
Örvadrumbur Bitahængir Froðusleikir Gluggagægir Syrjusleikir Efri-drumbur
Lunguslettir
Ketkrókur
í upphafi íslensku þulunnar er nafnasamstæðan „Tífill (B: Tífall) og
Tútur“. Samsvarandi í leikþulunni er s. „Timberman /utenn“, „timme-
lituten“; fs. „Tim och Tuten“, „Timberman á tutn“, „timbelitutin“,
„timbelituten“, „Tumbelitutin“, „Timbálitúti“, „timbáli-töulon“; f.
„stimmel, tuuter“, „Kim tuuvel“, „timmeltuutel“, „himmer, tuuter“,
„Timmel“; n. „so Títen, so Túten“, „rimin, so tut’n“, „Timin . . .