Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 186
166
Jón Samsonarson
Tutin“, „Tut’n“; fær. „Fujvil o han tútar“. Þessi dæmi sem hér hafa
verið dregin saman virðast benda til nafnasamstæðu með T-stuðlum,
sem textabrigðin séu runnin frá. Leshátturinn „7utenn“ í gömlu sænsku
uppskriftinni stendur furðu einangraður, auk þess sem útgefendur hafa
skáletrað upphafsstaf orðsins til merkis um að hann væri á einhvem
hátt vafasamur (sbr. greinargerð fyrir útg. í Visböcker I, bls. 4), og
var það tilefni til þess að ég varð mér úti um Ijósrit af textanum, sem
er í handriti í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi.38 Af Ijósritinu kom fram
að lítill munur er gerður á T og / í skriftinni, og virtist þó sennilegt að
lesa ætti „Tutenn“. Til frekara öryggis leitaði ég umsagnar Bengt R.
Jonsson forstöðumanns við Svenskt visarkiv, og staðfesti hann í bréfi
18. sept. 1979 að í handritinu stæði án efa „Tutenn“. Jafnframt benti
hann á að útgefendur hefðu sennilega mislesið orðið vegna þess að það
stóð með „Bagen“, „Baggens“, sem getur átt við Norðmenn. Þar með
fellur burt önnur aðalröksemd E. Enajárvi fyrir sænskum uppmna
leiksins, og stendur þó eftir sem áður óhaggað að elsta þekkta uppskrift
leikþulunnar er sænsk.
Um uppmna nafna í íslensku þulunni og merkingu þeirra er margt
óljóst. Sum þessara nafna hafa komið með þulunni erlendis frá, og skal
ekki reynt að ákveða hvenær það hafi gerst né hvaðan þuluna hefur
borið að. Leit að uppmna þulunafnanna gæti sjálfsagt leitt margt í ljós,
og verður það að vera verk málfræðinga. Það sem hér fer á eftir er
hugleiðing um nöfnin eins og þau koma fyrir í íslensku þulunni og
hvernig fólk kann að hafa skilið þau hér heima.
Ekki kannast ég við orðið Tífill í íslensku máli nema í jólasveina-
þulunni. En á það má benda að í norsku bréfi frá 1324 kemur fyrir
mannsnafnið Tifill eða Tífill: „Azstrið moðer Hælgha Tifils sonar“.39
E. H. Lind segir um nafnið: „Ár sákerligen ett binamn. Hárledn.
oviss.‘í4° í færeysku þulunni er nafnið „Fívil“, og væri líklegra að það
hefði verið Tívil. Það nafn kemur fyrir í annarri þulu í Færeyjum:
„Komið, teljið dptur okkara, segði Tívil. Tunnt er at telja, segði Tívils
kona:“ Undir lokin er í þulunni: „tíggju á Tívilsnesi" — og aftan við
38 Sigurgeiri Steingrímssyni á ég að þakka snúninga við það.
89 Diplomatarinm Norvegicum, XV, Chria 1896, bls. 14.
40 E. H. Lind, Norsk-islándska personbinamn frán medeltiden, Uppsala 1920-
21, d. 382.