Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 188
168
Jón Samsonarson
ist einnig á íslandi.48 í sögn frá síðari tímum er nefndur Þórður baggi.49
í norskum mállýskum getur orðið haft merkinguna „tjukk, velf0dd og
klumpen skapning“ og er einkum haft um dýr, en þó einnig um menn.50
Viðumefnið Baggi hefur þótt hæðilegt og illt við að búa, eins og fram
kemur í Hákonar sögu, þar sem frá því er sagt að Birgir jarl lagði svo
ríkt við, ef nokkur maður tæki Norðmönnum við spotti eða kallaði
bagga eða öðrum hæðyrðum, að hann skyldi engu fyrir týna nema
lífinu.51
Síðara nafnið í þessari þululínu er Lútur A(C), Hnútur B. í norsku
Þelamerkurgerðinni koma fyrir nöfnin „Lúten“ og „Lútarbakk“, og
styðja þau nafnmyndina Lútur í íslensku þulunni. Hún hefur þá breyst
í Hnútur í B, sem getur verið önnur mynd af mannsnafninu Knútur.
Þannig er Knútur í Borg kallaður Hnútur í frægu kvæði, sem við hann
er kennt, í fomkvæðabók Gissurar Sveinssonar frá 1665.52 Lútur er til
sem heiti í fomu máli. Það er meðal þræla heita í Rígsþulu: „Lútr ok
Leggialdi“.53 Sem jötunheiti er orðið í dróttkvæðri vísu, ef rétt er skýrt:
„aðr draptv Lvt ok Leiþa“.54
Lútur hefur sá væntanlega verið nefndur sem var lotinn eða gekk
álútur, og vísar þá heitið til útlits, eins og virtist geta verið bæði um
Tút og Bagga. Má í því sambandi leiða hugann að færeysku leiklýsing-
unni hjá Svabo, sem talar um „en forunderlig og vanskabende Dragt“.
Ennfremur er skýring í færeyskri orðabók Svabos, sem hnígur í þessa
sömu átt og á sýnilega við leikþulutextann: „Tútur-uj-Beak s.m. Puk-
kelrygget, gibbosus.“55
í C er nafnið Baggalútur. Orðið er gefið upp í mismunandi merking-
um í orðabókum, og nægir hér að vísa til þess. Það er í Kvæði af Loga
48 E. H. Lind, tilv. rit, d. 12.
49 AÖ vestan III, Sagnaþættir og sögur I, Árni Bjarnarson safnaði og sá um
útgáfuna, Akureyri 1951, bls. 32. (Fundið eftir tilvísun í Orðabók Háskóla íslands
(OH).)
50 Norsk ordbok ..., hovudredaktþr Alf Hellevik, I, Oslo 1966, d. 363.
51 Eirspennill, útg. Finnur Jónsson, Kria 1916, bls. 649. Sbr. einnig Hákonar
saga Hákonarsonar, útg. Marina Mundt, Oslo 1977, bls. 167.
52 íslenzk fornkvœði, Edit. Arnam., útg. Jón Helgason, I, Kh. 1962, bls. 62-9.
53 Eddadigte II, Nordisk filologi A 7, útg. Jón Helgason, Kh. 1956, bls. 74.
54 Edda Snorra Sturlusonar, útg. Finnur Jónsson, Kh. 1931, bls. 97.
55 Dictionarium Fœroense, Fær0sk-dansk-latinsk ordbog, Af J. C. Svabo, útg-
Chr. Matras, I, Kh. 1966, d. 920.