Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 189
Jólasveinar komnir í leikinn
169
Þórðarsyni meðal nafna sem prestsdóttir velur biðlum sínum þeim til
háðungar: „Þriðia kallar hún Baggalút“. Hina kallar hún Geirumgagl,
Kartnagl, Krankinfót og Flakinmunn. Tilbrigði við orðið Baggalútur
í öðrum gerðum kvæðisins er Herðalútur.56 Orðið er einnig þekkt úr
þulum: „Hvað kant þú að vinna, baggalútur minn?“57
Næsta nafnasamstæða er Rauður (og) Redda AB, Refur og Redda
C. Sambærilegt virðist vera í leikþulunni n. „Revarakk“, fær. „Revur
uj Reglun“. Ætti eftir því C-textinn að vera hér upphaflegri. Orðið
refur hefur eftir skaplyndi dýrsins verið notað um slóttugan mann,
einatt í niðrandi merkingu. í fornum ritum er Refur mannsnafn og var
stundum haft sem viðumefni. Rauður er alþekkt nafn úr sögum og
ævintýrum og kemur einnig fyrir sem viðurnefni.58 Öðm máli gegnir um
nafnið Redda. Því bregður aðeins fyrir í kúaþulu sem kýrheiti,59 en
ekki kann ég nein skil á orðinu. Þó kynni það að vera í ætt við karl-
kynsorðið reddi, sem er í Orðabók Sigfúsar Blöndals þannig skýrt: „1.
daarlig, stump Kniv ... 2. (som Skældsord) Knark, Tværdriver“ (bls.
639); sbr. einnig raddi „daarlig, stump Kniv (ASkaft.)“ (bls. 632). í
Lbs. 220 8vo, orðasafni frá Hallgrími Scheving með hendi Konráðs
Gíslasonar, er um þetta orð á bls. 369: „reddi 1, skelfiskrinn i redda-
skélinni .. . 2, a. et n. m. de cultro et falce magna et rubigine exesa.“
Á sömu blaðsíðu er einnig: „reddaskél = smyrslingr mya truncata.“60
í Orðabók Sigfúsar Blöndals er gefin upp orðmyndin „redduskel“;
þannig er orðið prentað í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Páls-
sonar, gr. 748, og víðar. Um mann hefur reddi verið notað í óvirðingar-
skyni. Haraldur Matthíasson menntaskólakennari á Laugarvatni segir
mér að hann kannist við orðið sem hnjóðsyrði, helst um stuttan mann
og digran, sérstaklega í sambandinu fjósareddi um fjósamann í óvirðu-
legri merkingu. í talmálssafni OH er dæmi um orðið reddalegur úr bréfi
56 íslenzk fornkvœOi, útg. Jón Helgason, II, Kh. 1962, bls. 19; IV, Kh. 1963,
bls. 197; VI, Kh. 1968, bls. 174.
57 ÍGSVÞ IV, bls. 195; sbr. einnig bls. 281.
58 E. H. Lind, tilv. rit, d. 292; d. 289-90. Sbr. einnig Finnur Jónsson, Tilnavne
i den islandske oldlitteratur, Aarbflger for nord. oldk. og hist. 1907, bls. 210.
59 Lbs. 1057 4to q2 3v. Redda er til sem geitarnafn í Noregi (Helge Fonnum,
Gjeitenavn i Al og Torpe, Maal og minne 1929, bls. 84).
60 Fundið e. tilv. í OH. Sjá um handritið Jakob Benediktsson, íslenzk orða-
bókarstörf á 19. öld, Andvari 1969, bls. 99; Finnbogi Guðmundsson, Frá Hall-
grimi Scheving, Árbók Landsbókasafns ísiands 1969, bls. 166-7.