Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 190
170
Jón Samsonarson
(29.12. 1961) frá Kristrúnu Matthíasdóttur á Fossi, Ám., systur Har-
alds: „Taðrambur er sá nefndur, sem er stuttur og kurfslegur að sjá,
enda fari þá svipur allur og atgjörvi eftir því. Slíkur maður er líka
sagður taðrambslegur eða reddalegur.“ Jón Aðalsteinn Jónsson orða-
bókarritstjóri þekkir orðið puðrureddi, notað um mann sem er mikill
á lofti, en raunar mjög lítið varið í. Orðið hefur hann hvergi heyrt
nema í Vestmannaeyjum. Hinrik A. Þórðarson frá Útverkum, Ám.,
kannast við orðið reddi sem skammaryrði um mann: Hann er bölvaður
reddi. Hann þekkir einnig orðin fjósareddi, sama og fjósamaður í mjög
niðrandi merkingu, og reddalegur, um mann nærri ómögulegan til allra
hluta. (Heimild frá Jóni Aðalsteini Jónssyni.) í Orðabók Jóns Ólafs-
sonar frá Gmnnavík er reddi skýrt á annan veg: „reddi, m. vox ficta
plebejæ licentiæ, qvi grandem habet priapum eoqve ad coitum strenue
utitur.“ Orðið hefur Jón trúlega sett í samband við reður eða danska
nafnorðið rœdde. Hann gefur einnig upp orðin að reddast, reddalegur
og reddalega. (Tilvísun eftir seðlum í OH.)
Næst í þulunni em nöfnin Steingrímur og Sledda, og era þau tengd
nöfnunum á undan með endarími: Redda : Sledda. Þessi nöfn koma
ekki fram í erlendum gerðum þulunnar, svo að séð verði, og er trúlegt
að þeim sé bætt í íslensku þuluna. Steingrímur er algengt mannsnafn,
sem ég fæ ekki séð hvað er að gera í þessum félagsskap. Orðið sledda
er venjulegt í merkingunni sveðja eða hnífur einhvers konar.
Lœkjarœsir er aðeins í A. Nafnið er samsett og líkist í því jólasveina-
nöfnunum við lok þulunnar í öðmm gerðum hennar. Merking er engan
veginn ótvíræð. Þess mætti geta til að það væri sett saman af orðinu
lækur í eignarfalli fleirtölu og ræsir, sem væri skilið sem gerandnafn af
sögninni að ræsa, að setja e-ð á hreyfingu. Sá flytur er ræsir, en sá
heldur aftur er stöðvar, stendur í Snorra-Eddu (Háttatal 17). Nú um
hríð hefur verið algengast að ræsa fram mýrar, þegar grafnir em skurðir
og vatni veitt burt. Lækjaræsir gæti sá heitið sem veitir fram lækjum eða
eykur á vatnaganginn.
Næsti kafli þulunnar á sér glögglega hliðstæðu erlendis: Bjálminn
(Bjálfinn BC) sjálfur (og) Bjálmans (Bjálfans BC) barnið. Allra líkust
er þulan frá Tenala í Finnlandi: „böln sjálv á bölns dráng“. Þessu er
breytt á ýmsa vegu í sf. gerðum, og er ekki þörf á að rekja það hér. I
gömlu uppskriftinni sænsku er: „Baggens, Bádell. |Bádelenn, siálffuer •
í norskri gerð kemur fyrir: „paven og pavens dreng“; og upphaf að