Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 192
172 Jón Samsonarson
tímum er uppnefnið kjólabjálfi, sem var gefið manni í Skagafirði laust
eftir miðja 18. öld.71
Næst er í A Litli-pungur, C Litli-drumbur. Orðið pungur var nothæft
viðumefni í fomu máli og er einnig þekkt frá síðari tímum sem lastyrði
eða hæðilegt auknefni. Litli er algengt viðumefni frá fornu fari, og
var það oft haft eitt sér á eftir nafni, en einnig em gömul viðumefni af
gerðinni lítilskeita (lítilskegla), lítilvölva.72 Sonur Jóns lærða Guð-
mundssonar var kallaður Jón litli lærði. Yngra dæmi er uppnefnið Litli-
móri, sem kemur fram í nafngiftamáli 1814 í Kaupangssveit, og í öðru
máli 1832 í sömu sveit er getið um auknefnið Litli-kauðiP Drumbur
var einnig til sem viðumefni, og er nánar vikið að því hér á eftir.
Þulan endar í A á nafninu Örvadrumbur, Efri-drumbur C. Skyldust
em lok færeysku leikþulunnar: „Attast dansar Dmmburin éav tajm
0dlun.“ Sambærilegt er í fs. gerðinni frá Tenala: „Efter dansar tunder-
bak“; í annarri fs. gerð em lokin: „Tubben över oss alla.“74 Sambæri-
legt er einnig niðurlagið í f. gerðum: „ja se köyhá kurikkamies" — sem
er þýtt í grein E. Enájarvi: „och den fattige klubbmannen“. Danski
leiktextinn „Her kommer Idung og Avding“ endar á: „bag danser
Klodsemand; der kommer han.“ Orðið dmmbur hefur í íslensku merk-
inguna trédmmbur, og einnig er það notað um stirðlyndan mann.
Viðumefnið drambur er skýrt hjá E. H. Lind sem „tjock ock klumpig
person“, og er sú merking til í Noregi.75 í Rígsþulu er orðið þrælsheiti:
„Drambr, Digraldi“.76 í færeysku er orðið notað um seinlátan mann
eða þann sem síðastur er í röðinni.77
í C er þessi nafnaröð enduð með orðunum „hann drambar alla“.
Þau era hvorki í A né B. Upprani orðanna er með öllu óviss, en vel gætu
þau verið leif úr leiktexta. Jafnvel mætti teygja sig svo langt að minna
aftur á niðurlagið í fs. gerð: „Tubben över oss alla“ — og þá e. t. v.
einnig lokin í gömlu uppskriftinni sænsku: „Fubbe, Fubbe, huar man“.
71 Jón Helgason, íslenzkt mannlíf II, Rvk. 1959, bls. 151.
72 E. H. Lind, Norsk-islandska personbinamn, d. 283, 395, 245-6.
73 Finnur Sigmundsson, Nafngiftamálin í Kaupangssveit, Súlur 1974, bls. 125
og 138.
74 Finlands svenska folkdiktning V. 3, bls. 378.
73 E. H. Lind, tilv. rit, d. 65-6.
78 Eddadigte II, bls. 74.
77 M. A. Jacobsen og Chr. Matras, F0roysk-donsk orðabók, 2. útg. Tórshavn
1961, bls. 54. Sbr. einnig Svabo, Dicionarium Fœroense I, d. 137.