Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 195
JÖRGEN PIND
Skynjun sérhljóðalengdar í íslensku
1■ Inngangur
Málfræðingar hafa, sem kunnugt er, mikið velt fyrir sér „aðgreinandi“
eða „sundurgreinandi“ þáttum í málkerfinu. Mannlegt mál gegnir því
hlutverki að gera mönnum kleift að tjá hugsanir sínar. Sundurgreining
er forsenda þess að málið geti gegnt þessu hlutverki. Þetta má telja
augljós sannindi og þykir engum merkilegt. Kunnugt er og að hug-
tök á borð við „fónem“ og „deiliþætti“ (distinctive features) hafa fram
komið í því augnamiði að gera málfræðingum kleift að lýsa (og e. t. v.
skýra) með hvaða hætti orðum er haldið aðgreindum. Nú er ekki ætl-
unin að fjalla hér um deihþættina sem slíka en þeir mynda þó baksvið
þeirrar rannsóknar sem greint verður frá. Rannsókn þessari var ætlað
að kanna með hvaða hætti hlustendur halda aðgreindum löngum og
stuttum sérhljóðum í íslensku. Vart er ástæða að efa að lengd sér-
hljóða gegni aðgreinandi hlutverki í íslensku (sumir hafa reyndar séð
ástæðu til þess, t. d. Hreinn Benediktsson 1963). Til marks um það
eru eftirfarandi athugasemdir úr Fyrstu málfræðiritgerðinni (Haugen
1972, 16-18):
En þó at ek rít eigi fleiri raddarstafi en raddimar fundusk i váru
máli, átján ggrvar ór fimm látínurgddiim, þá er þó gott at [vjita
þat, at er grein enn á raddarstQfum bæði þeim, er áðr vám í staf-
rófi, ok þeim Qðmm, er nú em í gQrvir, grein sú er máli skiptir,
hvárt stafr er langr eða skammr .. . þá grein vil ek enn sýna, því
at hon skiptir máli ok, jafnt sem inar fyrri ...
Við fyrstu sýn kann mönnum að virðast að ekki sé ýkja margt
annað um aðgreiningu langra og stuttra sérhljóða að segja en það
Sem lesa má í framangreindri tilvitnun. Talandinn gætir þess (væntan-
lega ómeðvitað) að hafa hljóð mislöng allt eftir því sem við á hverju
sinni og hann hefur lært að aðrir geri. Vilji hann segja orðið „vina“
þá færir hann talfærin í „i-stöðu“ eftir að hafa sagt /v/ og heldur