Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 197
Skynjun sérhljóðalengdar í íslensku 177
að málhljóðin eru teygjanleg, að engin föst lengd fylgir hverju þeirra.
Þetta kemur einnig greinilega í ljós í sumum af mælingum Söru
Garnes (1976). Hún framkvæmdi nokkuð ýtarlega athugun á hljóð-
lengd í íslensku. Ekki rannsakaði hún þó samfellt tal nema að tak-
mörkuðu leyti, og alls ekki áhrif mismunandi talhraða á hljóðlengd
(en þau eru veruleg, einkum á sérhljóð, sbr. Gay 1978). Þó er ýmislegt
fróðlegt að finna í bók hennar sem við kemur efni þessarar greinar.
T. a. m. kannaði Games lengd hljóða sem ýmist vom lesin stök eða í
setningunni „ég segi orðið----------núna“. Sé litið á mælingar hennar
á áherslusérhljóðinu í orðunum „set“ og „seta“ (bls. 93) þá sýna þær
eftirfarandi niðurstöður (tölur í msek):
„set“ „seta“
Lesið eitt sér 208 173
Lesið í setningu 208 180
Hér sést (og mörg önnur dæmi hennar sýna svipaða niðurstöðu) hvemig
áherslusérhljóðið styttist þegar atkvæðum í orði fjölgar. Fyrirbæri þetta
er vel kunnugt í öðmm málum, t. d. ensku (Lehiste 1972) og sænsku
(Lindblom 1975).
Höfundur þessarar greinar hefur athugað þetta fyrirbæri lítillega
í íslensku. Framkvæmdi hann lengdarmælingar á tveim orðum ,,kall“
°g ),fat“ ásamt orðmyndunum „kallinn“, „kallinum“ og „fati“, „fat-
inu“. Höfundur las hvert þessara orða inná segulband 5 sinnum.
Einnig var orðunum komið fyrir í setningunum „kall(inn) eyðir fati-
(nu)“ og „kallinum líkar fat“. Orðaröð var breytileg þannig að alls
vom setningarnar 12 og var hver þeirra lesin 5 sinnum. Lengd áherslu-
sérhljóðsins í fyrrgreindum orðum var mæld skv. reglum þeim sem
Shoup og Pfeifer (1976) gefa. Á mynd 1 er að finna meðaltöl og stað-
alfrávik þessara mælinga. Er greinilegt hvemig mörk langra og stuttra
sérhljóða era háð fjölda atkvæða í orði, einkum ef orðin em lesin
stök.
Mælingar þessar (sem að vísu era mjög takmarkaðar) ásamt þeim
rannsóknum sem fyrr era nefndar sýna greinilega að sérhljóð eru
teygjanleg. Lengd sérhljóðs ákvarðast af fjölmörgum þáttum s. s. 1)
talhraða, 2) fjölda atkvæða í orði, 3) hvort það er „langt“ eða „stutt“,
4) opnustigi þess (M. Pétursson 1976) og 5) eðli þess samhljóðs sem
fylgir því (Garnes 1976). Fleiri þætti mætti nefna en hér verður látið
íslenskt mál 13