Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 205
Skynjun sérhljóðalengdar í íslensku 185
og eiginleika þessara fónema fyrr en hann hefur numið orðið í heild
sinni. Af þessu leiðir og að gera verður ráð fyrir að hlustandinn búi
yfir n. k. „heymarminni“, þar sem hann getur geymt nákvæmar upp-
lýsingar um einstök hljóð a. m. k. jafnlengi og orðið varir. Svo sem
áður er fram komið var lengsta orðið í tilraun þessari 889 msek að
lengd og má því álykta að heyrnarminnið vari hátt í eina sek. hið
minnsta. Tilvist heyrnarminnis er almennt viðurkennd, en menn grein-
ir á um hve lengi það varðveitir þau hljóð er berast hlustanda. Massaro
(1975) hefur t. d. haldið því fram að heymarminni vari aðeins um
250 msek og af því hefur hann m. a. dregið þá ályktun að atkvœðið
muni vera n. k. „grunneining“ málskynjunar. Fyrrgreind tilraun sýnir
þó greinilega að sú skoðun fær ekki staðist; hlustandinn gerir ekki upp
hug sinn um fyrsta sérhljóðið fyrr en hann hefur numið þau atkvæði
sem á eftir koma, ýmist eitt eða tvö. Augljóst má og vera að tilraunin
sýnir að fónem geta heldur ekki verið granneiningar skynjunar af
sömu ástæðu.
Einfaldasta túlkun þessarar tilraunar virðist vera sú að gera ráð
fyrir að hlustandinn nemi orð í heild sinni en skynji ekki orðin með
því að greina fyrst einstök fónem og reyni síðan á grundvelli þeirra
að gera sér í hugarlund hvert orðið hafi verið. Klatt (1979) hefur sett
fram býsna athyglisverða kenningu um það hvernig slík ,,bein“ skynj-
un orða geti farið fram, en ekki er rúm til að rekja efni hennar hér.
HEIMILDIR
Finney, D. J. Probit analysis. Cambridge: University Press, 1971.
Gaitenby, J. H. The elastic word. Haskins Laboratories Status Report on Speech
Research, 1965, SR-2, 3.1-3.12.
Garnes, S. Quantity in Icelandic: Production and perceptioh. Hamburg: Helmut
Buske Verlag, 1976.
Gay, T. Effect of speaking rate on vowel formant movements. Journal of the
Acoustical Society of America, 1978, 63, 223-230.
Haugen, E. First grammatical treatise: The earliest Germanic phonology. 2. útg.
London: Longmans, 1972.
Hreinn Benediktsson. The non-uniqueness of phonemic solutions: Quantity and
stress in Icelandic. Phonetica, 1963, 10, 133-153.
Klatt, D. H. Speech perception: A model of acoustic-phonetic analysis and lexical
access. Journal of Phonetics, 1979, 7, 279-312.
Lehiste, J. The timing of utterances and linguistic boundaries. Journal of the
Acoustical Society of America, 1972, 51, 2018-2024.