Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 222
KRISTJÁN ÁRNASON
íslenskt mál — íslenskt samfélag:
svolítil athugasemd
„[Es] erklart sich ... dass die Sprache sowohl einer alten, sterbenden
Gesellschaftsordnung als auch einer neuen, aufsteigenden Gesellschafts-
ordnung, sowohl einer alten als auch einer neuen Basis, sowohl den
Ausbeutern als auch den Ausgebeuteten in gleicher Weise dienen kann.“
(J. Stalín 1952:8-9)
Þau ummæli félaga Stalíns sem hér eru tilfærð að ofan, tengjast efni sem
er býsna nærtækt okkur íslendingum, og ekki síst á þessum misserum,
þegar fram fer hér talsverð umræða um hluti sem snúa að félagsfræði
málsins, mályrkju og málpólitík.
Það er dálítið misjafnt hversu mönnum er tamt að tengja saman mál-
fræðilegar og félagsfræðilegar vangaveltur, en þó er auðsær snertiflötur
þessara greina. Mál er félagslegt fyrirbrigði, tjáskiptakerfi, og lifir i
tilteknum samfélögum, og við því er að búast að félagsleg lögmál, við-
fangsefni félagsfræðinga, og málfræðileg lögmál, viðfangsefni málfræð-
inga, séu ekki óháð hver öðrum. Þessvegna mætast málfræðingar og
félagsfræðingar á sameiginlegu áhugasviði.
Bandaríkjamaðurinn William Labov hefur gert rannsóknir sem hann
segir að bendi til þess að félagsleg lögmál hafi grundvallaráhrif á mál-
breytingar og dreifingu málnýjunga. (Sbr. t. a. m. Labov 1972.) Hann
greinir frá því í nefndu riti að tiltekinn framburður tvíhljóðanna sem
fyrir koma í ensku orðunum right og house á eyju í Massachusetts, sem
heitir Martha’s Vineyard, sé sérkenni á framburði þeirra manna sem líta
á sig sem eyjarskeggja:
„It is apparent that the immediate meaning of this phonetic feature
[þ. e. þessa sérstaka framburðar umræddra tvíhljóða] is ‘Vineyar-
der’. When a man says [rmt] or [heus], he is unconsciously estab-
lishing the fact that he belongs to the island: that he is one of the
natives to whom the island really belongs.“ (Bls. 36)
Hliðstæðar niðurstöður hafa fengist af félagsmálfræðilegum athugun-
um á Bretlandseyjum (sbr. Trudgill 1978). T. a. m. greinir Douglas'