Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 223
203
íslenskt mál — íslenskt samfélag
Cowie (1978) frá því að í norður-írsku þorpi, Coleranie í Londonderry-
héraði, fari framburður manna á því sem stafsett er ng (í orðum eins og
walking, running) eftir því m. a. hversu metnaðargjamir þeir em á
félagslegan frama. Hinn „innfæddi“ framburður er [n], en hinn staðlaði
enski framburður er [g]. Þeir sem metnaðargjamir em nota [13] mun
meir en hinir sem láta sér félagslegan frama í léttu rúmi liggja.
í rauninni þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Málið, eins og
aðrar félagsvenjur, er undirorpið gildismati, og hér á landi gerast nú
margir sem vilja láta telja sig tala gott mál, svo „harðmæltir“ að þeir
kalla sjálfa sig eða aðra alþinkismenn [alþipchismen] og „legg-kja
þunka áherslu á mál sitt“. Þetta er kallað á erlendum málum „hýper-
korreksjón“ og getur orðið spaugilegt, en sýnir glöggt að hér á landi
getur gildismat haft áhrif á tal.
í þessu íslenska tilviki, og líklega einnig því írska, er um að ræða
meðvitaða tilraun til að temja sér tiltekið tungutak og líkja eftir öðmm.
En Labov telur að í Martha’s Vineyard og víðar þar sem hann og hans
félagar hafa athugað þessa hluti, sé um að ræða ómeðvitaða tilhneigingu
einstaklinga til að móta tal sitt í samræmi við vissar félagslegar breytur.
Ef Labov hefur rétt fyrir sér, þá er hér um að ræða stórmerka upp-
götvun, sem varpað getur ljósi á ýmsa hluti tengda mannlegu máli sem
menn skildu verr áður. T. a. m. verður eðlilegt að tengja málbreytingar
og útbreiðslu málnýjunga félagslegum hlutum, ekki einungis meðvituð-
um tilburðum manna til þess að laga sig að einhverjum völdum fyrir-
myndum, heldur einnig djúpstæðari félagslegum lögmálum, sem ekki
eru einstaklingunum beinlínis meðvituð. Félagsleg lögmál geta haft
áhrif á þróun málkerfisins, ekki einungis á þá hluta þess sem eru undir
meira og minna meðvitaðri stjóm einstaklinganna, svo sem orðaforða
eða orðaval, heldur einnig þá hluta þess sem em fjær vitund hins al-
menna málnotanda, eins og ýmis hljóðfræðileg fyrirbrigði sem mann-
legum eyrum er ekki tamt að greina nema með sérstakri hljóðfræðilegri
þjálfun.
í ljósi hugmynda Labovs og þeirra sem við svipaða hluti hafa fengist,
og með svipuðum niðurstöðum, virðist ástæða til að taka þá fullyrðingu
Stalíns sem tilfærð var í upphafi til gagnrýninnar athugunar. Raunar
virðist svo sem orðið Sprache, mál (væntanlega stendur í rússneska
frumtextanum orðið jazyk), sé notað hér í heldur óljósri merkingu.
Stalín virðist líta svo á sem mál sé tiltölulega sértækt fyrirbrigði og eigi