Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 224
204 Kristján Árnason
sér tilvist tiltölulega óháð þeim félagslegu aðstæðum sem uppi séu á
hverjum stað og tíma. Þetta er að sjálfsögðu mikil einföldun, því vitað
er að mál breytast, og mállýskur eru til, bæði stéttamállýskur og land-
fræðilegar mállýskur.
Þess verður hins vegar að geta, að ummæli Stalíns eru sett fram af
sérstöku tilefni sem gagnrýni á kenningar N. J. Marrs, sem hélt því fram
m. a. að genetískir eiginleikar tungumála skiptu minnstu máli og tungu-
mál væru ekki þjóðtungur, heldur stéttatungur og tilheyrðu hinni
Marxísku yfirbyggingu. Þessar kenningar Marrs hafa að vonum ekki
verið hátt skrifaðar meðal málfræðinga, þótt þær nytu nokkurrar hylli
meðal sovéskra valdhafa um hríð. En e. t. v. má líta á Marrisma sem
alhæfingu hugmyndarinnar um stéttagildi mállegra fyrirbrigða til hins
fáránlega, og oft er það svo að hugmyndir sem í er fólgið sannleikskom
þola ekki slíkar alhæfingar sem þessa. Ummæli Stalíns verða skiljan-
legri, þegar þau era litin sem andsvar gegn Marrisma.
En hvemig tengjast þessar almennu hugleiðingar íslenskunni? Eitt af
því sem mikið hefur verið gert úr sem sérkenni íslenskunnar og þróunar
hennar, er íhaldssemi hennar og mállýskuleysi samanborið við frænd-
tungumar. Þótt halda megi því fram að stundum hafi verið gert of mikið
úr þessari sérstöðu íslenskunnar, er samanburður, þótt ekki sé lengra
farið en til færeyskunnar, sláandi. Bæði er að í færeysku er meiri mál-
lýskumunur en í íslensku og að fleiri breytingar hafa orðið frá því máli
sem álitið er að hafi verið talað í Færeyjum um það leyti sem íslenskan
var að mótast og hafi verið nauða líkt fomíslenskunni. Þetta er því meir
sláandi að færeyska er töluð á minna svæði og af færra fólki en ís-
lenskan.
Nýlega hefur Helgi Guðmundsson (1977) fjallað um þessa hluti og
velt fyrir sér ástæðunum fyrir þeirri staðreynd að íslenskan virðist
íhaldssamari og samstæðari en færeyska og norska t. a. m. Hann nefnir
25 atriði sem hann telur að hafi hugsanlega átt þátt „í því yfrið flókna
samspili aðstæðna sem hefur átt sér stað“ (bls. 324). Ég er algjörlega
sammála Helga í því að aðstæður þær sem réðu þróun íslenskunnar
hljóti að hafa verið flóknar og ekkert eitt verði tekið sem ein orsök
þróunarinnar, enda er það svo að í sögulegum málvísindum hafa menn
ekki treyst sér til þess að gefa einfaldar orsakaformúlur fyrir breytingum
eða breytingaleysi tungumála. Oft er vitnað til Bloomfields í þessu
sambandi: