Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 228
MAGNÚS PÉTURSSON
Nokkur hljómfallsform, er gefa til kynna
þagnir í íslenzku
Inngangur: Um tíma í tali.
Tal er fyrirbæri, sem gerist í tíma. Það má einnig orða á þann veg, að
tal sé línumyndað, enda birtist það í slíku formi, ef það er skráð með
tilheyrandi tækjum sem hljóðbylgjur á pappír eða filmur. Samt sem
áður fyllir talið aldrei tímann upp til fullnustu. Ef um er að ræða
óþvingað og eðlilegt tal, eins og við öll notum daglega við ýmis tæki-
færi, er það sífellt rofið af tímabilum, þar sem ekkert er, þ. e. engar
hljóðbylgjur eru fyrir hendi. Slík þögul tímabil, sem rjúfa talstrauminn,
nefnast þagnir. í heild má því skipta talstraumnum í tvo stóra flokka,
ef hafður er í huga heildartími sá, sem talið tekur. Eru það annars vegar
tímabil þar sem talfærin starfa að myndun hljóðbylgna í tali og hins
vegar þögul tímabil eða þagnir. Fram að þessu hefur athygli hljóð-
fræðinnar eðlilega beinzt að þeim tíma, sem talfærin starfa raunveru-
lega að myndun hljóðbylgna. Hitt er hins vegar jafnljóst, að þar með
er aðeins verið að rannsaka hluta talstramnsins. Sé heildartíminn
hafður í huga, eru þagnimar jafnmikilvægur hluti talmálsins og talið
sjálft.
Við nánari athugun kemur ennfremur í ljós, að engan veginn er hægt
að draga skýr mörk milli tals og þagnar. Þetta kann að hljóma undar-
lega, en hér nægir að minna á það, að þagnir em hluti af myndun ýmissa
málhljóða í hverju einasta tungumáli. Er hér t. d. um að ræða órödduð
lokhljóð, en lokun þeirra er mynduð af þöglu tímabili. Sama er að
segja um tungubrodds-r, sem myndast af stuttum þögnum, er svara til
snertingar tungubroddsins við tannberg, og hljóðbylgjum, sem skiptast
á við þagnimar. Órödduð hálflokhljóð, sem raunar em ekki til í ís-
lenzku, en gegna mikilvægu hlutverki í málkerfi ýmissa tungumála, em
þriðji stóri flokkur málhljóða, þar sem þagnir em hluti af myndun
hljóðsins. Þagnir em svo mikilvægur hluti af heildartímabili talstraums-
ins, að jafnvel í hröðu tali em þagnir milli 25% og 30% af heildartím-