Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 229
Nokkur hljómfallsform, er gefa til kynna þagnir í íslenzku 209
anum. Þetta hlutfall er í venjulegu tali enn hærra og við vissar aðstæður
getur það orðið mjög hátt.
Það er því ekki að ófyrirsynju, að athygli hljóðfræðinnar hefur á
þessum og síðasta áratug í vaxandi mæli beinzt að því að rannsaka
þagnir (Goldman-Eisler 1968; Grosjean et Deschamps 1972; Drommel
1974; Ceplitis 1974). Rannsóknirnar hafa ýmist beinzt að því að rann-
saka orsakir þagna, sem er að leita m. a. í líffræðilegum atriðum (t. d.
innöndun, hvíldartímabilum talfæranna, umhugsunartíma eða m. ö. o.
heilastarfsemi o. s. frv.), eða því, hvem þátt þagnir eiga í að miðla
hugsun og innihaldi setningar eða að tjá tilfinningar. Oft er erfitt að
greina að hinar ýmsu orsakir þagna og stundum er það raunar ómögu-
legt, en það hefur ekki hindrað, að fyrirbærið væri rannsakað frá ýmsum
hliðum. Hjá meirihluta hljóðfræðinga hefur það sjónarmið orðið ofan
á, að þagnir beri að skoða sem hluta af hljómfalli málsins. Þó hefur
þetta sjónarmið aldrei hlotið einróma samþykki. Hluti hljóðfræðinga
skoðar þagnir ýmist sem fyrirbæri, er sé algjörlega utan við talmálið,
eða þá sem hluta af tilfinningatjáningakerfi málsins (systéme paralin-
guistique) (t. d. Crystal 1975, bls. 75) og því undir öllum kringum-
stæðum jaðarfyrirbæri, er sé háð óteljandi utanaðkomandi þáttum. Það
sé því ekki að undra, svo hljóða rök þeirra, sem þessari stefnu fylgja,
að erfitt og nánast ómögulegt sé að rannsaka þagnir með neitt sambæri-
legri nákvæmni og hljóðmyndun og hljómfall í hlutlausu tali.
í þessari stuttu grein er ætlunin að sýna fram á og færa enn frekari
rök að því, að þagnir séu óaðskiljanlegur hluti hljómfalls tungumáls.
Dæmin, sem rannsökuð hafa verið, eru íslenzk og því er þessi stutta
grein lítið framlag til rannsóknar á hljómfalli íslenzks nútímamáls.
Ýmsar tegundir þagna.
Talmál er skynjað sem samfellt og þar þekkjast ekki orðaskil eins og í
rituðum texta. Sérhver talaður texti er hins vegar rofinn af þögnum, eins
og að framan var lýst, sem menn taka þó yfirleitt ekki eftir, nema að
beina athygli sinni að þeim sérstaklega. Engu að síður eru þagnir veru-
legur hluti talaðs máls ekki síður en málhljóð og orð. Þagnir koma fram
sem mismunandi löng, þögul bil í talstraumnum og væru því sem slíkar
óskynjanlegar og óheyranlegar, ef ekki kæmu til önnur atriði, sem
benda á þær og innlima þær í talstrauminn, svo að þær verða hluti hans,
eins og málhljóðin, sem talfærin mynda. Meðal þessara atriða ber fyrst
íslenskt mál 15