Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 231
Nokkur hljómfallsform, er gefa til kynna þagnir í íslenzku 211
um að ræða flókin (eða samsett) hljóðeðlisfræðileg merki, sem þó sýna
svo reglubundið form, að hægt er að flokka þau í nokkrar megingerðir.
Nefna má þessi samsettu merki kjarna. í þessari rannsókn hafa þessir
kjamar verið flokkaðir í samræmi við þá tegund þagnar, sem þeir gefa
til kynna.
Efniviður þessarar rannsóknar.
Efniviður þessarar rannsóknar er tíu mínútna langur texti, sem lesinn
var á segulband af Ásgeiri Beinteinssyni 12. nóvember 1951. Þetta
segulband er varðveitt í safni Hljóðfræðistofnunar Háskólans í Ham-
borg. Safn þetta inniheldur sýnishom af ýmsum tungumálum og stund-
um em segulbönd eða plötur úr því notuð við hljóðritunaræfingar.
Segulbandið með íslenzka textanum er aðeins eitt í þessu safni. Því
fylgja engar upplýsingar um það, hver tilgangurinn hafi verið með upp-
tökunni og ekkert er vitað um upplesarann nema nafn hans.1 Þessi
upptaka hentar hins vegar mjög vel til rannsóknar af því tagi, sem hér
er lýst, því að allar setningar textans em af sömu gerð, þ. e. lýsa ein-
hvers konar staðreyndum og em beinar fullyrðingar. Ekki em þar
neinar spumarsetningar, upphrópunarsetningar eða setningar hlaðnar
tilfinningasemi. Textinn er lýsing á landfræðilegri legu íslands og
nokkmm heildareinkennum á landslagi, líkt og hægt er að lesa í skóla-
landafræði. Upplesturinn er vel af hendi leystur og hefur upptakan farið
fram við beztu skilyrði. Af framburðareinkennum upplesarans er áber-
andi [xw]-framburður í framstöðu, t. d. í orðum eins og hvar, hver. Ef
til vill má af þeim framburði ráða, að upplesarinn sé ættaður frá suð-
austurhluta landsins, þar sem þessi framburður er til, en engan veginn
þarf svo að vera. Ef upplesarinn er kennari, gæti einnig verið um að
ræða framburð, sem hann hefði tileinkað sér.
Rannsóknaraðferð.
Af segulbandsupptökunni vom gerð sveiflurit með blekritara (mingo-
graph) af gerðinni Siemens. Samtímis var hljómfallskúrvan skráð með
tónhæðarmæli (trans-pitchmeter) frá danska verkfræðifyrirtækinu Fr0-
kjær-Jensen. Á sveifluritinu var lengd þagnanna mæld í hundraðshlut-
um úr sekúndu (hs.) og tónhæðin í riðum eða Hertz (Hz.). En áður en
1 Upplesarinn, Ásgeir Beinteinsson píanóleikari, er Hafnfirðingur og var við
nám við Tónlistarháskólann í Hamborg 1951-1952. [Ritstj.]