Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 232
212 Magnús Pétursson
mælingamar voru gerðar, var hlustað mörgum sinnum á segulbandið
og á gmndvelli þess var þögnunum raðað í eftirfarandi fjóra flokka:
1. [#] lokaþögn. Þessi gerð þagnar gefur til kynna, að setningu eða
segð sé lokið. í rituðu máli táknar punktur oft (og raunar oftast)
þessa tegund þagnar.
2. [ T ] tengslaþögn. Með þessari gerð þagnar er gefið til kynna, að text-
inn (og oftast sama setning) muni halda áfram eftir þögnina. Þögnin
verkar eins og stutt rof eða framígrip, en þó án þess að rjúfa sam-
hengið í frásögninni. Stundum er þessi þögn gefin til kynna með
kommu í rituðum texta, en hún getur einnig komið fyrir á stöðinn,
þar sem engin greinarmerki em og ekki mundi vera búizt við þögn.
Yfirleitt eykur þessi gerð þagnar vægi-eða áherzlu þá, sem lögð er á
ákveðið orð eða orðasamband. Ennfremur festir þögnin tengsl þau,
sem þetta orð eða orðasamband hefur við textann, sem á eftir fer.
3. [0] rofaþögn. Þessi gerð þagnar skiptir segðinni í takteiningar (rit-
mískar einingar). Hún eykur þannig vægi eða merkingargildi hlut-
aðeigandi orða eða orðasambanda. Stundum er þessari gerð þagnar
smeygt á milli orða í upptalningu, en rofaþögn getur einnig birzt, þar
sem þagnar er ekki beinlínis að vænta.
4. [□] hik. Stundum kemur fyrir, að upplesarinn virðist hika. Koma þá
fram stuttar þagnir. Þær veita áheyrandanum hins vegar engar upp-
lýsingar, sem gera kleift að álykta, hvort textinn muni halda áfram
eftir þögnina eða ekki.
Yfirleitt reyndist ekki vandkvæðum bundið að ákveða, í hvem þessara
fjögurra flokka skyldi skipa hinum einstöku þögnum. Ef ekki var alveg
víst, um hvers konar þögn var að ræða, var viðkomandi þögn flokkuð
undir hik. Hér er þó um mjög fá dæmi að ræða.
Niðurstöður.
Lengd þagnanna var mæld í hundraðshlutum úr sekúndu. Tafla 1 sýnir
meðaltal þessara mælinga.
Af töflunni má sjá, að lokaþagnir eru yfirleitt lengstar. Þær hafa að
meðaltali 1,26 sek. lengd og mesta lengd nálgast tvær sekúndur. Samt
er lengdin ekki hið eina, sem gefur til kynna lokaþögn. Stytzta þögn
þessarar gerðar er aðeins 32 hundraðshlutar úr sek. á lengd og alls eru
átta dæmi, sem eru styttri en ein sekúnda.