Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 233
Nokkur hljómjallsjorm, er gefa til kynna þagnir í íslenzku 213
Tengslaþögn hefur meðallengd 28,9 hundraðshluta úr sekúndu. Þessi
þögn getur verið mjög stutt eða 2 hs., en mesta lengd hennar reyndist
vera 90 hundraðshlutar úr sekúndu.
Tafla 1. Meðallengd þagna í hundraðshlutum úr sekúndu.
Tákn Meðal- Minnsta Mesta Fjöldi
lengd lengd lengd dæma
lokaþögn # 126,5 32 190 30
tengslaþögn t 28,9 2 90 47
rofaþögn 0 23,4 0* 100 15
hik □ 6,0 5 7 3
* Eitt dæmi rofaþagnar er svo stutt, að ekki reyndist unnt að mæla það. Samt
er þögnin greinilega heyranleg og hljómfallskúrvan hefur samsvarandi form. Því
var álitið rétt að taka þetta dæmi með í töfluna.
Rofaþagnir hafa meðallengd 23,4 hs. Þessi gerð þagnar getur verið
svo stutt, að ekki reynist unnt að mæla lengd hennar, en þrátt fyrir það
er þögnin greinilega heyranleg.
Hik er yfirleitt mjög stutt þögn, sem að öllum líkindum er ósjálfrátt
rof textans eða samhengisins. Hik er því að nokkru leyti annars eðlis en
hinar þagnirnar, sem eru hluti af hljómfalli textans og óaðskiljanlegur
hluti hans.
Hljómfallsform, er tilgreina þagnir.
A myndum 1 til 4 (sjá aftast) birtast þau hljómfallsform, sem tengd eru
sérhverri gerð þagnar í samræmi við þá flokkun, sem lýst var að framan.
Vinstra megin lóðrétt má lesa tónhæðina í Hz. Stundum rjúfa órödduð
samhljóð hljómfallskúi'vuna og er það skýringin á því, að kúrvan er
ekki í öllum tilfellum samfelld. Lárétt er lengd þagnarinnar táknuð með
dökka strikaða klossanum, sem neðst liggur. Sjá má af myndunum, að
öllum gerðum þagna, að hiki undanskildu, fylgja ákveðin hljómfalls-
kúrvuform, sem að vísu sýna talsverðan breytileika, en þar sem einnig
má greina sameiginlega þætti.
Lokaþagnir [#].
Hljómfallsform það, sem einkennir þessa gerð þagna, felst í falli tón-
kúrvunnar í lok setningar. Svo sem sjá má á mynd 1, koma fyrir þrjú
afbrigði þessa falls. Fyrsta afbrigði sýnir hægan fallandi tón. Tónhæðin