Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 235
Nokkur hljómfallsform, er gefa til kynna þagnir í íslenzku 215
undan og á eftir þögninni. Þögnin kemur inn í tónfallið, en hefur ekki
áhrif á það. Þessi gerð líkist stundum afbrigði nr. 2, sem einkennir loka-
þagnir [#]. Hins vegar eru rofaþagnir yfirleitt styttri en lokaþagnir og
sumar rofaþagnir eru mjög stuttar. Tónfallið er hægara og tekur lengri
tíma en hjá lokaþögnum.
Gerðir 2 til 4 eru hins vegar samsett hljómfallsform. Sameiginlegt
einkenni þeirra er, að grunntónninn er hlutfallslega lágur á undan þögn-
inni og byrjar hærra eftir þögnina. Hæðarmismunurinn er venjulega
milli 20 og 40 Hz., þ. e. eftir þögnina byrjar grunntónninn 20 til 40 Hz.
ofar en hann hætti. Hér er því um að ræða nákvæma andstæðu eða því
sem næst spegilmynd þeirra hljómfallsforma, sem einkenna tengsla-
þagnir.
Hik [□].
Þær þagnir, sem flokkazt geta undir hik, eru fáar í þeim texta, sem hér
var athugaður. Alls er um að ræða þrjú dæmi, og því liggur í hlutarins
eðli, að þessari gerð þagna verða aðeins hér gerð skil til bráðabirgða,
unz meira efni liggur fyrir. Þá hljómfallskúrvu, sem einkennir hik, má
sjá á mynd 4. Það, sem einkennir dæmin í þessum texta, er, að grunn-
tónninn er rofinn á mjög líkan hátt og þegar um er að ræða órödduð
samhljóð. Tónhæðin er nánast óbreytt á undan og á eftir hikinu. Hér
er því um að ræða einfalt rof hljómfallskúrvunnar án þess, að þetta rof
hafi á kúrvuna frekari áhrif. Þar eð engar verulegar breytingar verða
á hljómfallskúrvunni, er þessi gerð þagna skynjuð á annan hátt en þær
þagnir, sem þegar hefur verið lýst að framan.
Lokaorð.
Hér að framan hefur verið lýst hljómfallskúrvum, sem tengdar eru fjór-
um gerðum þagna í íslenzku. Hér er um að ræða hlutlausar setningar,
er lýsa einföldum staðreyndum og eru því beinar fullyrðingar. Sýna
mátti fram á, að sérhverri gerð þessara þagna fylgja ákveðin og skýrt
afmörkuð hljómfallsform og reynzt hefur unnt að einangra þessi form
eða kjama og lýsa þeim í smáatriðum. Þar með er ótvírætt sýnt fram á,
að þagnir tilheyra hljómfalli málsins og era hluti þess.
Það kom í ljós, að lengd þagnarinnar ein sér er ekki nægileg, til að
hægt sé að heyra, um hvers konar þögn er að ræða. Þar verða að koma
til samtímis breytingar á hljómfallskúrvunni. Þær fjórar gerðir þagna,