Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 240
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
Fjögur orð í Ólafs sögu Tryggvasonar
hinni mestu
1. afspraki
Orðið afspraki komst fyrst á prent í Fornmanna sögum I, ... Kaup-
mannahöfn 1825, bls. 187, og þaðan hefur Eiríkur Jónsson fyrstur
manna tekið það upp í orðabók, sjá Oldnordisk Ordbog. .. af Erik
Jonsson. Kjöbenhavn. 1863: ‘Afspraki (-a, -ar), m., Rygte.’ í þess-
ari orðabók er heimilda ekki getið. í Ordbog over Det gamle norske
Sprog eftir Johan Fritzner er orðið einnig tekið upp og vísað í Fom-
manna sögur I, en engar heimildir aðrar: ‘afspraki, m. Underretning, =
afspum ...’ Eftir sömu heimild er orðið tekið í orðabók Guðbrands
Vigfússonar og Richard Cleasbys, Icelandic-English Dictionary ...
Oxford 1874. Þar er þó dregið í efa að um eitt orð sé að ræða: ‘af-
spraki, a, m. .. . Hákon jarl hafði fengit afspraka nokkum (perh. better
in two words), ...’ Einnig skartar þetta orð í Gamalnorsk ordbog med
nynorsk tyding ved Marius Hægstad og Alf Torp, Kristiania 1909, svo
og í ‘Ny omvplt utgáve ved Leif Heggstad’ af sömu bók 1930, og er
þar þýtt með ‘frettnad, tidend.’ Sömuleiðis hefur afspraki verið tekið
eftir eldri orðabókum í Orðabók Menningarsjóðs: íslenzk orðabók
handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. Reykjavík
1963. Þar er merking orðsins sögð: afspum.
Texti sá sem þetta orð er tekiS eftir í orSabækur er í 93. kapítula
Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu (hér á eftir stytt ÓlTr). Texti
þeirrar sögu er prentaður í Fommanna sögum I—III eftir skinnbókinni
Am 61 fol. Þar kemur orðið fyrir í málsgrein sem er þannig skrifuð
(bl. 21rb.2-4):
Hakon j(arl) hafði fengit af spraka nók|kura. at sa maðr mun vera
iyrir vestau haf er Oli nefniz. ok halldi menn hann \ þar íyrir kon-
ung.
Skrift í þessu handriti er víðast hvar mjög þétt, og má sums staðar heita