Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 241
221
Fjögur orð í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu
ógemingur að skera úr um hvort ritari hefur talið sig skrifa eitt orð eða
tvö, einkum á þetta við um samsett orð og þar sem forsetningar fara á
undan nafnorði. í útgáfu minni af ÓlTr í Editiones Arnamagnœanœ, vol.
1, bls. 204.15, nmgr., hef ég sagt að ‘af spraka’ væri ‘nærmest ét ord’
í AM 61 fol. Nú, þegar ég lít aftur á myndir af handritinu, virðist mér
augljóst, að þetta eigi að lesa sem tvö orð; bilið milli ‘af’ og ‘spraka’ er
að vísu lítið, litlu meira en stafabil í orði, en þó ekki minna en orðabil
víða annars staðar í handritinu. í öðmm handritum sögunnar er skrifað
sem hér segir: ‘af spraka’ í AM 54 fol., ‘af þv; spraka’ í AM 53 fol. og
‘af spurn« nokkura’ í Flateyjarbók, en eyða er hér í AM 62 fol.
Augljóst er af því sem nú hefur verið rakið, að orðið afspraki er
draugorð og á ekki heima í orðabókum; af er forsetning, en orðið spraki
er þekkt úr öðram heimildum og merkir: ávæningur, orðrómur, pati.
2. svipt
í ÓlTr er 184. kapítuli tekinn eftir handriti af Færeyinga sögu; þar em
hermd orð Úlfs útilegumanns, þegar hann kvaddi fóstra sína, Sigmund
Brestisson og Þóri Beinisson, á þessa leið í AM 61 fol., bl. 45ra.34-36:
sknlum ver aðr ver skil|iv/n setiaz niðr er nv sva komit at mer
þick/r næsta svipr at brout fór | yckarri. tn þo þotti konunvm meiri.
Orðið svipr stendur bæði í AM 61 fol. og AM 54 fol. og er greinilega
skrifað í báðum handritum, en eyða er í AM 53 fol. á þessum stað. í
AM 62 fol. er þessi texti umsaminn; þar stendur á bl. 34vb.2-3:
En sva er komít at mer þíckir svípt at yckarí | brott ferd þo at kon-
vnvm þíck/r meírí.
í Flateyjarbók er samsvarandi texti skrifaður eftir sérstöku handriti
af Færeyinga sögu; þar eru engin orð þessu lík höfð eftir Úlfi, og má
ráða þar af, að höfundur ÓlTr hafi lagt honum þessi orð í munn.
OrSiS svipr í merkingunni skaSi, söknuSur, skyndilegur missir
kemur fyrir í fleiri heimildum, bæði í bundnu og óbundnu máli, sjá
OrSabók GuSbrands Vigfússonar og Lexicon Poeticum; svipt hefur
aftur á móti ekki komist í aðrar orðabækur en áðumefnda Orðabók
Eiríks Jónssonar, Stafsetningarorðabók með skýringum, eftir Halldór
Halldórsson, Akureyri 1947, og Orðabók Menningarsjóðs. í seðlasafni
Orðabókar Ámanefndar í Kaupmannahöfn er orðið tilfært eftir AM