Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 242
222
Ólafur Halldórsson
62 fol. einu; það virðist því vera eindæmaorð, og mætti að vísu hugsa
sér að það væri mislestur á svipr, ef það orð hefði í forriti verið skrifað
með venjulegu r-i. í AM 61 fol. og AM 54 fol. er svipr skrifað með
krók-erri (r rotunda), en í Huldu, AM 66 fol., þar sem orðið svipr kem-
ur fyrir í þessari merkingu, er það skrifað með venjulegu r-i (bl. 38r.33):
kann \era at þeim þyckí helldr svípr í at míssa mín.
Það er því hugsanlegt að orðið hafi verið skrifað með venjulegu r-i í
forriti AM 62 fol., ef það hefur staðið í því handriti, og vitanlega gæti
verið að ritari hafi mislesið og gert svipt úr svipr. Það er þó af tvennum
ástæðum ólíklegra: maður sá sem skrifaði AM 62 fol. virðist hafa verið
mjög góður ritari sem hefur fylgt forriti sínu af sjaldgæfri vandvirkni; í
öðru lagi er augljóst að orðið svipt hefur a. m. k. verið sjaldhaft, og er
þess vegna ólíklegt að skrifari villist á því og algengara orði. Orðið
sjálft er á engan hátt tortryggilegt, og ég sé enga ástæðu til að amast
við því í orðabókum.
3. nauti
í 207. kapítula ÓlTr, sem er tekinn eftir handriti af Færeyinga sögu, er
frá því sagt að Ólafur konungur Tryggvason falaði hring af Sigmundi
Brestissyni, sem Hákon Hlaðajarl hafði gefið honum endur fyrir löngu,
en Sigmundur vildi eigi lóga hringnum, jafnvel þótt konungur byði
honum annan engu lakari í staðinn. Þar eru orð Sigmundar hermd á
þessa leið í AM 61 fol., bl. 52va.l4-17:
Eigi mun ek þmum logha. s(egir) Sigmundr. þvi het ek ha|koni
j(arli) þa er hann gaf mer hrmginn með mi'A:ill(i) a/lvð at ek mwnda
eigi lo|gha. ok þaf skal ek efna. þv/at goðr þotti mer þa nautiN
er j(arl) var. ok vel | gerði hann til mín marga luti.
Orðið nautr er alþekkt í fornu máli í merkingunni félagi, gefandi eða
fyrri eigandi og einnig sem síðari hður í samsettum orðum notuðum sem
nöfn gripa, einkum góðra gripa, sem eru kenndir við fyrri eigendur.
Orðmyndin nauti kemur hins vegar ekki annars staðar fyrir en í þess-
um kafla ÓlTr, nema í samsetningum eins og förunauti, sbr. 4. bindi
Orðabókar Joh. Fritzners. Engin líkindi eru þó til að orðmyndin naut-
inn sé komin í ÓlTr fyrir misritun, því að þannig er orðið stafað í öllum
handritum sögunnar. Af þeim sökum er óhætt að taka orðmyndina
nauti upp í orðabækur, en það hefur hingað til ekki verið gert.