Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 243
223
Fjögur orð í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu
4. ámunr
í 283. kapítula ÓlTr er sagt frá manni einum norrænum (þ. e. norsk-
inn), sem fór til Jórsalalands og hitti þar mann sem áður hafði birst
honum í draumi, en sá var raunar Ólafur konungur Tryggvason. Þar
er þessi setning, hér tekin eftir AM 61 fol., bl. 74va.24-25:
hugsaði Gautr at þeííi var harðla likr | þe/m er hom/m syndiz i
suefninum.
Orðið líkr stendur einnig í AM 53 fol. og Bergsbók (Perg. fol. nr. 1)
sem er runnin frá AM 54 fol., en eyða er í því handriti á þessum staS.
í Flateyjarbók stendur ‘aþekkr’ í stað líkr, en ‘amvnr’ í AM 62 fol.,
og má telja öruggt að ámunr hafi staðið í sameiginlegu foreldri Flat-
eyjarbókar og AM 62 fol., og er raunar eins líklegt aS þetta orS hafi
veriS notaS í frumtexta sögunnar.
Orðið ámunr kemur tvisvar fyrir í Eddukvæðum. í Völundarkviðu
17.5-6 stendur svo í Konungsbók Eddukvæða, Gl. kgl. sml. 2365 4to,
bls. 36.20:
amon ero ægo ormi þeim enom frána.
Og í Helga kviðu Hundingsbana II 11.5-8, Konungsbók, bls. 48.18-19:
margir ro hvassir hildings | syn/r oc amvn/r ossom niþiom.
Svo sem fram kemur af orðabókum tók það fræðimenn dálítinn tíma
að átta sig á merkingu orðsins ámunr, en almennt hafa menn fallist á
skýringu þá sem Sophus Bugge birti í útgáfu sinni af Sæmundar-Eddu,
sjá Norrœn fornkvœði... Udgiven af Sophus Bugge, Christiania 1867,
bls. 410, og Bjöm M. Ólsen, Arkiv för nordisk filologi IX, bls. 228-
29. Sophus Bugge benti á að orðið merkti sama og líkur og sagði að
‘ámunr minder i sin Dannelse om áþekkr, áþokkaðr.’ í Lexicon Poe-
ticum .. ., Hafniæ 1860, þýddi Sveinbjörn Egilsson orðið með infestus
(þ. e. óvinveittur, fjandsamlegur), og á svipaðan hátt hefur Guðbrandur
Vigfússon túlkað merkingu þess í orðabók sinni, en í Addenda við
orðabókina segir Guðbrandur:
á-mirnr, adj., the explanation given in Lex. Poet. and p. 43 is
to be cancelled; the word means like, equal, resembling; . . . This
sense is clearly seen from an old Icel. hymn of the 17th century,
— nyti eg ei náðar þinnar . . . yrði rás æfi minnar ámynt og
skuggi rýr . . .