Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 254
234
Stefán Karlsson
því aS vísuorÖiS er þar mqlt vara gott við gyllttv, sem er án efa spilltur
texti.8 í ReykjarfjarSarbók Sturlungu (AM 122 b fol.) frá lokum 14.
aldar vantar hér sem víSar, en tvö 17. aldar handrit frá henni runnin
hafa leshættina geylltu (Papp. 4to nr. 8 í Konungsbókhlöðu í Stokk-
hólmi) og gielltu (British Museum Add. 11.127).9 ÖSrum handritum
sem hafa sjálfstætt gildi er varla til aS dreifa, því aS AM 440 4to er
þrotiö þegar hér er komiS sögu, og kaflinn er ekki í hópi þeirra sem
vóru teknir upp í GuSmundar sögu í AM 204 fol., sem þar er dregin
út úr ReykjarfjarSarbók. í AM 114 fol., sem í er blendingstexti skinn-
bókanna beggja, er vísunni sleppt.
Ritmyndin gi0lltu getur hvort heldur sem er staSiS fyrir ‘gjpltu’ eSa
‘gpltu’, sé hún færS aftur til eldra málstigs, því aS eldra ‘gjg’ er í AM
399 4to jafnan ritaS gi0 eSa gio og eldra ‘g0’ ýmist g0 eSa gi0 ellegar
go eSa gio, t. d. g0rðe (GA, c. 103.15) og gi0rðo (GA, c. 131.6).
Myndin gielltu er venjuleg mynd sagnarinnar á síSari öldum, en rit-
myndin geylltu er hins vegar þess eSlis aS hún á aS öllum líkindum
rætur að rekja til Reykjarfjarðarbókar og stendur fyrir eldra ‘gpltu’.
Kálund nefnir eitt dæmi um aS ey standi fyrir eldra ‘0’ í ReykjarfjarSar-
bók, þreyngdvz, 10 og rithátturinn ey fyrir ‘0’ verSur fyrir í fjölmörgum
handritum frá 13. og 14. öld.11 Líklegt er aS gyllttv í KróksfjarSarbók
8 Sturlunga saga, útg. Kr. Kálund (Kh. 1906-11) I, 294. — Den norsk-
islandske skjaldedigtning, útg. Finnur Jónsson, A II (Kh. 1915), 140.
9 ie er hér raunar óskýrt og e. t. v. leiðrétt úr öðru.
10 Sturlunga saga (1906-11) I, xli. — Bæta má við að í Guðmundar sögu texta
á f. 30 í Reykjarfjarðarbók stendur keyrin (= ‘k0rinn’).
11 Gustaf Lindblad, Studier i Codex regius av Áldre Eddan (Lundastudier i
nordisk sprákvetenskap 10, Lundi 1954), 133-45 og 310-16. — í engu þeirra
handrita sem Lindblad hefur kannað eru þess dæmi að ey standi fyrir ‘g’ eða ‘j<?’.
Sjálfur hef ég rekist á fáein dæmi í handritum frá 14. öld og síðar um ey fyrir ‘jp’
(t. d. othbeyrgh (= ‘Oddbjgrg’), Islandske originaldiplomer indtil 1450, útg. Stefán
Karlsson (Editiones Arnamagnæanæ A 7 og Suppl. 1, Kh. 1963), nr. 55.1 (1378)),
en rithættir af því tagi kynnu að vera sprottnir af samfalli sambandanna ‘g0’ og
‘k0’ (sem stundum eru skrifuð gey og key) við samböndin ‘gj<?’ og ‘kjg’. Dæmi um
ey fyrir ‘q’ eru örsjaldgæf, og einu dæmin sem ég hef á takteinum eru án efa mis-
ritanir: aheyreyndum (Eirspennill, útg. Finnur Jónsson (Kria 1916), xi), þar sem
tvíhljóði stofnsamstöfu hefur verið endurtekinn, og eyxl (Króksfjarðarbók, Sturl-
unga saga (1906-11), xxiii), þar sem -eyxe stendur rétt á undan, en orðin ‘0x’ og
‘0xn’ ritar sá skrifari sem þarna er að verki (skrifari 3. handar í Króksfjarðarbók
og fleiri handrita) að öllum jafnaði með ey. — Hjá sumum skrifurum er notkun
ey fyrir ‘0’ takmörkuð við ákveðin hljóðasambönd, en nokkuð regluleg í þeim,