Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 255
235
Sögniti ‘gelta’ í gömlu máli
sé misritun fyrir geylltv, enda eru dæmi um ey fyrir ‘0’ í KróksfjarSar-
bók, sem kynnu aS vera komin úr forriti.12 Allar líkur benda því til þess
aS rita beri sagnmyndina g<þltu meS samræmdri (og fyrndri) stafsetn-
ingu.
2. Hitt dæmiS um sögnina, sem orSabækur GuSbrands og Fritzners
vísa til, er í Sturlaugs sögu starfsama:
Þeir gjölltu sem hundar.13
Sturlaugs saga er gefin út í Fomaldar sögum eftir AM 173 fol. frá
því um 1700, en í útgáfu Zitzelsbergers er þessi gerS sögunnar prentuS
eftir AM 335 4to frá því um 1400. Þar stendur giolltu,1* og úr AM 337
4to frá 17. öld er tilfært lesbrigSiS gielta.15
3. ViSbótardæmi AMKO er varla úr fommáli. ÞaS er lesbrigSi hand-
þannig að sú táknbeiting þeirra kynni að sýna stöðubundnar (og mállýskubundn-
ar) hljóðbreytingar. Hjá öðrum skrifurum eru dæmi um ey fyrir ‘0’ fjölbreytilegri
og hjá sumum þeirra svo algeng að ólíklegt er að um einskæra eftiröpun eftir for-
ritum sé að ræða. Hvað sem því líður eru margir þeirra texta sem dæmi hafa um
ey fyrir ‘0’ ekki samdir fyrr en all-löngu eftir 1200 (þegar almennt hefur verið
talið að ‘0’ og ‘<?’ hafi fallið saman) og sumir jafnvel ekki fyrr en á 14. öld, þannig
að óhjákvæmilegt virðist að álykta að samfall ‘0’ og ‘o’ hafi ekki orðið í öllum
mállýskum íslenskum fyrr en á ofanverðri 14. öld. (Vera mætti þó að sums staðar
hefði stöðubundið samfall hljóðanna farið á undan almennu samfalli þeirra, t. a.
m. að ‘jp’ og ‘0’ hefðu fyrr farið að ríma saman en ‘«j’ og ‘0’ alfarið.)
12 gyllttv í Króksfjarðarbók (f. 42ra) er í þeim hluta handritsins, sem er með
1. hendi, og í þeim hluta nefnir Kálund (Sturlunga saga (1906-11), x) fáein orð
af ýmsu tagi, sem hafa ey (eða œy) fyrir ‘0’. Sama máli gegnir um 4. hönd (xxvii),
en hjá 2. hendi (sem skrifar minnst) nefnir Kálund engin dæmi, og hjá 3. hendi er
rithátturinn ey fyrir ‘0’ stöðubundinn (xxiii; sbr. einnig hér að framan, 11. nmgr.).
Trúlegt virðist að hjá 1. og 4. hendi hafi ey fyrir ‘0’ verið tekið eftir forriti (en
skrifarar 2. og 3. handar hafi verið sjálfstæðari gagnvart því), og úr því að Króks-
fjarðarbók hefur gyllttv þar sem Reykjarfjarðarbók hefur að öllum líkindum haft
geylltv, má Iíklegt telja að ey hafi verið í þessari orðmynd — og fleiri orðmynd-
um með ‘0’ í stofni — í erkiriti varðveittra Sturlunguhandrita, sem hefur verið
skrifað einhvern tíma á fyrri hluta 14. aldar. Vera má að þessi aðgreining Sturl-
unguhandrita á ‘0’ og ‘9’ eigi sér enn eldri rætur, en að því er til íslendinga sögu
tekur þó ekki eldri en frá seinni hluta 13. aldar.
13 Fornaldar sögur Norðrlanda, útg. C. C. Rafn, III (Kh. 1830), 623. (Hjá
Fritzner er „Fld. 11“ prentvilla fyrir „Fld. III“.)
14 The Two Versions of Sturlaugs Saga Starfsama, útg. Otto J. Zitzelsberger
(Dusseldorf 1969), 19 (sbr. 3).
15 Op. cit., 182.