Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 256
236
Stefán Karlsson
ritsins M (Papp. fol. nr. 1 í Stokkhólmi frá 17. öld) hund gjellta við
texta styttri gerSar Gautreks sögu, þar sem stendur hundsgá í aSaltexta
(Síðan heyrði hann hundsga) og hund geyja í hliSstæSum texta.18
Þessi athugun bendir eindregiS til þess aS sú sögn sem hér er til
umræSu hafi veriS ‘gplta’ í elstu íslensku, eins og Ásgeir Bl. Magnússon
taldi.17 Myndirnar ‘gjplta’ og ‘gjalta’ koma varla til greina þar sem um
ia-sögn er aS ræSa, en viS samfall ‘g0’ og ‘gjp’ hefur komiS upp myndin
‘gjölta’.
í seSlasafni OrSabókar Háskóla íslands (OHÍ) eru fjegur dæmi um
sagnmyndina ‘gjölta’ frá árunum 1591-1618, en engin dæmi um ‘gelta’
svo snemma — né heldur um ‘gjölta’ eftir 1618:
1. Menn skulu lata þa geyia og giþllta/ enn taka sem best vara a
sijnu kalle og Embœtte.18
2. og heyra huórke Hana gala nie Hunda giöllta19
3. eirn Hundur sa sem . . . ecke lœtur af ad gióllta/ vrra gapa og
glepsa/ byta og hrœda/20
4. geyia og gi<þllta hu0r sem meira gat21
Þessi dæmi eru reyndar öll úr bókum sem vóru prentaSar undir
handarjaSri GuSbrands biskups Þorlákssonar, þannig aS hæpiS er aS
álykta út frá þeim aS myndin ‘gjölta’ hafi veriS einráS í málinu fram yfir
aldamótin 1600. Á hinn bóginn er elsta dæmi OHÍ um ‘e’ í þessum
orSstofni (í nafnorSinu ‘gelt’) frá 1641:
þa hróckr hann [þ. e. hundurinn] jafnskiott vpp med cakafa Giellte22
16 Die Gautrekssaga, útg. Wilhelm Ranisch (Palaestra XI, Berlín 1900), 50-51.
17 Sjá 5. nmgr.
18 Summaria Yfer þad Gamla Testamentid ... Samsett af Vito Theodoro.
Vtlagt a Jslendsku af Gudbrande Thorlakssyne ... (Núpufelli 1591), P iii v.
19 Fimtan Lijkpredikaner/ Ad hafa yfer Þeim Framlidnu j christelegre Sam-
kundu ... M. Johann. Spangenberg ... [þýddar af Guðbrandi Þorlákssyni] (Hól-
um 1598), E vii v.
20 Barnapredikaner ... Skrifadar j Þysku Mwle/ af Vito Theodoro. Enn nu
a Jslendsku vtlagdar [af Guðbrandi Þorlákssyni] (Hólum 1603) II, 58r.
21 Si0 Krossgóngur Herrans Jesu Christi ... Vr Þyskum Passiu predikónum
Martini Hammeri wtlagdar. Af Sijra Arngrime Jons syne (Hólum 1618), Q v r.
22 Sa Gyllene Skriptargangur og Ydrunar Konst/ .. . Vtskyrdur ... J Þysku
Mdede. Af. Doct. Johann Ffirster/ .. . Nu a Jslendsku vtlagdur Af H. Thorlake
Skwla Syne (Hólum 1641), J ii v.